Ólafía Þórunn að spila frábærlega í Sviss | Efst eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2015 17:44 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/GVA Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er að spila frábærlega á ASGI meistaramótinu í golfi í Sviss en Íslandsmeistarinn er með tveggja högga forystu þegar mótið er hálfnað. Ólafía lék fyrsta hringinn í gær 70 höggum eða tveimur höggum undir pari og var þá í þriðja sætinu. Hún gerði enn betur í dag þegar hún kláraði á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Ólafía hefur þar með leikið fyrstu 36 holur mótsins á átta höggum undir pari og hefur tveggja högga forskot á Þjóðverjarna Oliviu Cowan og Nicole Goegele. Ólafía Þórunn náði tveimur örnum í dag þegar hún lék tvær par fimm holur á þremur höggum. Hún vat einnig með fjóra fugla og tvo skolla. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 10. til 13. sæti en hún lék á 72 höggum í dag eða á pari vallarins. Valdís Þóra kláraði fyrsta daginn á einu höggi undir pari. Mótið er hluti af LETAS atvinnumótaröðinni í Evrópu en það er næst sterkasta atvinnugolfmótaröð kvenna á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni. Þetta er þriðja mótið sem þær taka þátt í á mótaröðinni en Valdís endaði í 12.–15. sæti á síðasta móti á Spáni en Ólafía endaði í 20.–30. sæti. Valdís og Ólafía hafa báðar fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi tvívegis, Valdís 2009 og 2012, en Ólafía 2011 og 2014. Þetta er í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur eru með keppnisrétt á þessari mótaröð en Valdís Þóra er að hefja sitt annað tímabil á LET Access mótaröðinni. Stigahæstu keppendurnir á LET Access mótaröðinni í lok keppnistímabilsins vinna sér inn keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira