Tvær nýjar útfærslur BMW 3 Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 16:47 BMW 3 árgerð 2016. BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
BMW þristurinn hefur til margra ára verið söluhæsti lúxusbíll heims í sínum stærðarflokki og til að halda þeim titli er BMW að kynna tvær nýjar útfærslur hans samhliða andlitslyftingu bílsins sem kemur af árgerð 2016. Það eru BMW 340i, sem leysir af hólmi 335i og 330e. BMW 340i verður með 3,0 lítra vél eins og 335i, en aflaukningin verður 20 hestöfl og því 320 hestöfl nú. Þessi bíll á að komast í hundraðið á 4,6 sekúndu svo fremi sem hann er valinn með fjórhjóladrifi, en hann er 0,2 sekúndum seinni með afturhjóladrifinu. BMW 330e er tvíaflrásarbíll, eða Plug-In-Hybrid, 250 hestöfl og 6,1 sekúndu í 100. Hann kemst fyrstu 30 kílómetrana eingöngu á rafmagni. Margt mun breytast í þristinum með þessari andlitslyftingu á 2016 árgerðinni, meðal annars 8 gíra sjálfskiptingin, sem tryggja á lægri eyðslu og BMW hefur átt við fjöðrunarbúnað bílsins og aflstýrið, allt til að auka akstursgetuna. Ennfemur er komið nýtt leiðsögukerfi. Litlar útlitsbreytingar eru á bílnum, þó aðeins á framendanum og ljósunum.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent