Einn sá flottasti á götunum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 16:13 Eftirtektarvert fallegur bíll Mazda6. Reynsluakstru - Mazda6 Fyrir tveimur árum kom Mazda6 af þriðju kynslóð og því hefur ekki langur tími liðið þar til Mazda kynnir nú andlitslyftingu á þessum gerðarlega bíl. Mazda6 hefur svo rækilega slegið í gegn að hann hefur nú selst í meira en milljón eintökum frá komu hans fyrir 13 árum. Náði hann því marki fyrstur allra bílgerða Mazda frá upphafi. Núverandi kynslóð Mazda6 er sláandi flottur bíll og þær útlitsbreytingar sem nú hafa verið gerðar með þessari andlitslyftingu hafa aðeins gert hann ennþá flottari. Bíllinn er kominn með ný framljós með LED lýsingu og lýsir hún nú inní beygjur og eykur með því öryggi. Mesta útlitsbreytingin er á framenda bílsins, grillið hefur stækkað og er hann nú enn sportlegri en áður og grimmilegri. Það verður að segjast að útlit Mazda6 er eitt það allra fegursta sem sést hér á vegunum og ég stend sjálfan mig að því að snúa höfði og góna á eftir þessum bíl í hvert sinn sem ég mæti eintaki af honum. Það verður ekki sagt um marga bíla í þessum verðflokki. Annars er flest fallegt að segja um bíla Mazda nú um stundir því Mazda3 og jepplingurinn CX-5 eru einnig gullfallegir bílar.Frábærar SkyActive vélar En fegurðin er ekki allt þegar um Mazda bíla er að ræða því þeir eru allir með frábærar SkyActive vélar, bæði bensín- og dísilknúnar. Þegar Mazda6 af þessari þriðju kynslóð kom á markað reyndist afar erfitt fyrir flesta seljendur bílsins um allan heim að fá eintök af honum með dísilvélinni, svo gríðarleg eftirspurn var eftir henni. Það hefur sem betur fer lagast, en í marga mánuði fékkst hann ekki þannig hjá Brimborg, þeir fengu einfaldlega bílinn ekki til sölu. Bensínvélarnar sem eru í boði eru 145 til 192 hestafla, 2,0 eða 2,5 lítra og eyða frá 5,5 lítrum í blönduðum akstri. Dísilvélarnar eru 150 eða 175 hestafla, báðar með 2,2 lítra sprengirými og eyðir sú aflminni aðeins 4,2 lítrum. Reynsluakstursbíllinn var með aflminni dísilvélinni og það má furðu sæta því bíllinn er ári snarpur og enginn skortur er á afli. Hann er því enn skemmtilegri með þeirri aflmeiri en milli þeirra liggur þó 800.000 króna verðmunur, en þá fylgir Optimum búnaður bílsins með og margháttaður aukabúnaður. Svo mikið tog er í þessari aflminni dísilvél að dráttargeta hans er 1.800 kíló, eða meiri en í mörgum jepplingnum. Hestafólk ætti að athuga það. Greinarritari hefur einnig reynt bílinn með bensínvél og ekki fer þar leiðinlegur bíll heldur. Hann er snarpari með bensínvélunum og Brimborg selur mest af Mazda6 með 165 hestafla bensínvél, sem kostar 4.490.000 kr.Alveg endurhannað innanrými Eins og fyrr segir er Mazda6 einkar laglegur bíll að ytra útliti en það á einnig við að innan. Það er ekki hægt að tala um neinn íburð, en fremur smekklegheit og góða uppröðun stjórntækja. Innréttingin var við þessa andlitslyftingu bílsins algjörlega endurhannað og efnisval er allt betra og vandaðaðra og eftir því var strax tekið við að stíga inní bílinn. Nýtt afþreyingarkerfi er komið í bílinn sem tekur verulega fram því fyrra. Í stað venlulegrar handbremsu er komin rafdrifin handbremsa sem fer lítið fyrir og eykur með því rými fyrir drykkjarstatíf og önnur hólf. Persónulega kýs ég þó hina hefðbundnu og þá til þess eins að geta beitt henni í beygjum og sem virkt öryggistæki ef eitthvað skildi nú bila. Til þess hefur þó ekki komið enn, sem betur fer. Rýmið í bílnum er sérlega gott og ákaflega vel fer um farþega og gríðarlegt fótarými fyrir aftursætisfarþega. Mazda6 er stór bíll sem keppir við Volkswagen Passat og Ford Mondeo og er ámóta að stærð og allir eru þeir í D-stærðarflokki bíla. Skottrými er mjög stórt en ekki er hægt að hrósa aðgengi í það í sedan-útfæslu bílsins sem prófuð var. Skottopnunin mætti vera stærri og ógnarlangt er að teygja sig innst í farangursrýmið, svo langt er það.Með betri bílum í akstri og stórbætt einangrun Einn af aðalkostum Mazda6 er aksturseiginleikar bílsins. Hann er svakalega ljúfur í akstri og það má leggja mikið á hann og rásfestan til stakrar fyrirmyndar. Þar tekur hann fram flestum keppinautum sínum, sem þó er erfitt þegar einn þeirra er Volkswagen Passat. Ökumaður finnur fyrir miklu öryggi þegar farið er hratt, en ennig þegar frísklega er tekið á bílnum í innanbæjarakstri. Fá má Mazda6 með 6 gíra bein- eða sjálfskiptingu og reyndist sjálfskiptingin afar ljúf í bílnum og hann virtist alltaf vera í réttum gír og afl alltaf til staðar. Skemmtilegt var að finna hve vel vélin togar uppí háan snúning, sérstakt fyrir dísilvél og hámarkstog hennar helst uppí 5.000 snúninga. Svo vel vildi til að bíllinn var prófaður í sumarbústaðarferð á vesturlandi og þegar kemur að langkeyrslu er Mazda6 sannarlega á heimavelli, sem kannski má eðlilegt teljast fyrir svo stóran bíl. Greinarritari gæti svo hugsað sér að fara hringinn á Mazda6, en þá yrði langbaksgerð hans fyrir valinu vegna farangursrýmisins og góðs aðgengis að því. Við langakstur finnst líka best fyrir því hve Mazda hefur einangrað bílinn betur og það miklu betur. Mjög lítið veghljóð berst inní bílinn og vindgnauð sáralítið. Vel gert þar. Enn einn kosturinn við Mazda6 er lágt verð hans, en bílinn má fá frá 3.990.000 kr. Það á reyndar einnig við um helstu samkeppnisbíla hans, Passat og Mondeo og fer þar engin tilviljun. Honda Accord slær einnig nærri á 4.190.000, en Kia Optima er á 4.620.777 kr.Kostir: Fallegur, góðir aksturseiginleikar, verð, rýmiÓkostir: Aðgengi að farangursrými, rafdrifin handbremsa 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 127 g/km CO2 Hröðun: 9,8 sek. Hámarkshraði: 204 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BrimborgAfar snyrtileg innrétting og þægileg og stórbætt afþreyingarkerfi.Grimmur framendi og stórt grill, sem reyndar prýðir margan nýjan bílinn í dag. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent
Reynsluakstru - Mazda6 Fyrir tveimur árum kom Mazda6 af þriðju kynslóð og því hefur ekki langur tími liðið þar til Mazda kynnir nú andlitslyftingu á þessum gerðarlega bíl. Mazda6 hefur svo rækilega slegið í gegn að hann hefur nú selst í meira en milljón eintökum frá komu hans fyrir 13 árum. Náði hann því marki fyrstur allra bílgerða Mazda frá upphafi. Núverandi kynslóð Mazda6 er sláandi flottur bíll og þær útlitsbreytingar sem nú hafa verið gerðar með þessari andlitslyftingu hafa aðeins gert hann ennþá flottari. Bíllinn er kominn með ný framljós með LED lýsingu og lýsir hún nú inní beygjur og eykur með því öryggi. Mesta útlitsbreytingin er á framenda bílsins, grillið hefur stækkað og er hann nú enn sportlegri en áður og grimmilegri. Það verður að segjast að útlit Mazda6 er eitt það allra fegursta sem sést hér á vegunum og ég stend sjálfan mig að því að snúa höfði og góna á eftir þessum bíl í hvert sinn sem ég mæti eintaki af honum. Það verður ekki sagt um marga bíla í þessum verðflokki. Annars er flest fallegt að segja um bíla Mazda nú um stundir því Mazda3 og jepplingurinn CX-5 eru einnig gullfallegir bílar.Frábærar SkyActive vélar En fegurðin er ekki allt þegar um Mazda bíla er að ræða því þeir eru allir með frábærar SkyActive vélar, bæði bensín- og dísilknúnar. Þegar Mazda6 af þessari þriðju kynslóð kom á markað reyndist afar erfitt fyrir flesta seljendur bílsins um allan heim að fá eintök af honum með dísilvélinni, svo gríðarleg eftirspurn var eftir henni. Það hefur sem betur fer lagast, en í marga mánuði fékkst hann ekki þannig hjá Brimborg, þeir fengu einfaldlega bílinn ekki til sölu. Bensínvélarnar sem eru í boði eru 145 til 192 hestafla, 2,0 eða 2,5 lítra og eyða frá 5,5 lítrum í blönduðum akstri. Dísilvélarnar eru 150 eða 175 hestafla, báðar með 2,2 lítra sprengirými og eyðir sú aflminni aðeins 4,2 lítrum. Reynsluakstursbíllinn var með aflminni dísilvélinni og það má furðu sæta því bíllinn er ári snarpur og enginn skortur er á afli. Hann er því enn skemmtilegri með þeirri aflmeiri en milli þeirra liggur þó 800.000 króna verðmunur, en þá fylgir Optimum búnaður bílsins með og margháttaður aukabúnaður. Svo mikið tog er í þessari aflminni dísilvél að dráttargeta hans er 1.800 kíló, eða meiri en í mörgum jepplingnum. Hestafólk ætti að athuga það. Greinarritari hefur einnig reynt bílinn með bensínvél og ekki fer þar leiðinlegur bíll heldur. Hann er snarpari með bensínvélunum og Brimborg selur mest af Mazda6 með 165 hestafla bensínvél, sem kostar 4.490.000 kr.Alveg endurhannað innanrými Eins og fyrr segir er Mazda6 einkar laglegur bíll að ytra útliti en það á einnig við að innan. Það er ekki hægt að tala um neinn íburð, en fremur smekklegheit og góða uppröðun stjórntækja. Innréttingin var við þessa andlitslyftingu bílsins algjörlega endurhannað og efnisval er allt betra og vandaðaðra og eftir því var strax tekið við að stíga inní bílinn. Nýtt afþreyingarkerfi er komið í bílinn sem tekur verulega fram því fyrra. Í stað venlulegrar handbremsu er komin rafdrifin handbremsa sem fer lítið fyrir og eykur með því rými fyrir drykkjarstatíf og önnur hólf. Persónulega kýs ég þó hina hefðbundnu og þá til þess eins að geta beitt henni í beygjum og sem virkt öryggistæki ef eitthvað skildi nú bila. Til þess hefur þó ekki komið enn, sem betur fer. Rýmið í bílnum er sérlega gott og ákaflega vel fer um farþega og gríðarlegt fótarými fyrir aftursætisfarþega. Mazda6 er stór bíll sem keppir við Volkswagen Passat og Ford Mondeo og er ámóta að stærð og allir eru þeir í D-stærðarflokki bíla. Skottrými er mjög stórt en ekki er hægt að hrósa aðgengi í það í sedan-útfæslu bílsins sem prófuð var. Skottopnunin mætti vera stærri og ógnarlangt er að teygja sig innst í farangursrýmið, svo langt er það.Með betri bílum í akstri og stórbætt einangrun Einn af aðalkostum Mazda6 er aksturseiginleikar bílsins. Hann er svakalega ljúfur í akstri og það má leggja mikið á hann og rásfestan til stakrar fyrirmyndar. Þar tekur hann fram flestum keppinautum sínum, sem þó er erfitt þegar einn þeirra er Volkswagen Passat. Ökumaður finnur fyrir miklu öryggi þegar farið er hratt, en ennig þegar frísklega er tekið á bílnum í innanbæjarakstri. Fá má Mazda6 með 6 gíra bein- eða sjálfskiptingu og reyndist sjálfskiptingin afar ljúf í bílnum og hann virtist alltaf vera í réttum gír og afl alltaf til staðar. Skemmtilegt var að finna hve vel vélin togar uppí háan snúning, sérstakt fyrir dísilvél og hámarkstog hennar helst uppí 5.000 snúninga. Svo vel vildi til að bíllinn var prófaður í sumarbústaðarferð á vesturlandi og þegar kemur að langkeyrslu er Mazda6 sannarlega á heimavelli, sem kannski má eðlilegt teljast fyrir svo stóran bíl. Greinarritari gæti svo hugsað sér að fara hringinn á Mazda6, en þá yrði langbaksgerð hans fyrir valinu vegna farangursrýmisins og góðs aðgengis að því. Við langakstur finnst líka best fyrir því hve Mazda hefur einangrað bílinn betur og það miklu betur. Mjög lítið veghljóð berst inní bílinn og vindgnauð sáralítið. Vel gert þar. Enn einn kosturinn við Mazda6 er lágt verð hans, en bílinn má fá frá 3.990.000 kr. Það á reyndar einnig við um helstu samkeppnisbíla hans, Passat og Mondeo og fer þar engin tilviljun. Honda Accord slær einnig nærri á 4.190.000, en Kia Optima er á 4.620.777 kr.Kostir: Fallegur, góðir aksturseiginleikar, verð, rýmiÓkostir: Aðgengi að farangursrými, rafdrifin handbremsa 2,0 l. dísilvél, 150 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 4,8 l./100 km í bl. akstri Mengun: 127 g/km CO2 Hröðun: 9,8 sek. Hámarkshraði: 204 km/klst Verð frá: 3.990.000 kr. Umboð: BrimborgAfar snyrtileg innrétting og þægileg og stórbætt afþreyingarkerfi.Grimmur framendi og stórt grill, sem reyndar prýðir margan nýjan bílinn í dag.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent