Lotus í sæng með Kínverjum Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2015 09:18 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína. Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus og Goldstar Heavy Industrial Company í Kína hafa stofnað til samstarfs um smíði Lotus bíla í Kína. Til stendur að smíða nýja bíla Lotus hjá Goldstar, bíla sem þróaðir verða í Kína og henta kaupendum þar. Lotus ætlar áfram að smíða sínar núverandi bílgerðir, Evora, Exige og Elise í Hethel í Bretlandi. Fyrir aðeins tveimur árum benti flest til þess að Lotus væri að fara á hausinn og missti Lotus þá fjórðunginn af starfsfólki sínu. Lotus tókst hinsvegar að snúa vörn í sókn og í fyrra jók Lotus við sölu bíla sinna um heil 55% og opnaði 36 nýja sölustaði. Það eru því nýir timar hjá Lotus og fyrirtækið ætlar ekki að missa af þeim tækifærum sem bílaframleiðendum stendur til boða í Kína.
Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent