Fjármálaráðherra rífst við fyrrverandi ritstjóra á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 1. maí 2015 15:13 Mikael Torfason og Bjarni Benediktsson. Vísir/Stefán/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015 Borgunarmálið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, eiga í dag í orðaskiptum á opinberri Facebook-síðu þess fyrrnefnda. Tilefnið var kveðja til launþega, sem Bjarni setti inn í tilefni baráttudags verkalýðsins, en samræðurnar hafa þegar þetta er skrifað að mestu snúist um Borgunarmálið svokallaða. „Til hamingju allir launþegar með 1. Maí,“ skrifar Bjarni á síðu sína fyrir um klukkustund. „Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð „á kostnað launþega.“ En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?“ Mikael mislíkar greinilega þessi kveðja en hann skrifar þessi ummæli við færsluna: „Já, þetta er rétti dagurinn fyrir fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins til að skjóta á verkalýðshreyfinguna. Átt þú ekki frekar að fókusera á að gera Borgunarfrændur þína ríka?“ Vísar Mikael þarna til sölu Landsbankans á rúmlega þrjátíu prósenta hlut í fyrirtækinu Borgun, sem vakið hefur mikla athygli. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli en eignarhaldsfélagið sem keypti hlutinn er meðal annars í eigu Einars Sveinssonar, frænda Bjarna Benediktssonar. „Þakka þér fyrir málefnalegt framlag hér á síðunni. Og takk fyrir innlitið. Ef þú hefur ekkert betra að gera mættir þú í nokkrum orðum útskýra hvað ég hafði með þetta tiltekna mál að gera. Bara við tækifæri,“ svarar Bjarni. Hann ítrekar það í svörum sínum annars staðar á síðunni að hann reki ekki Landsbankann og beri þannig ekki ábyrgð á ákvörðunum hans. Fylgjast má með samræðum Bjarna og Mikaels í ummælum við færsluna hér fyrir neðan. Til hamingju allir launþegar með 1. maí. Ég heyri forystuna segja að stöðugleika verði ekki náð ,,á kostnað launþega."En hvað með óstöðugleikann. Á hvers kostnað skildi hann verða?Posted by Bjarni Benediktsson on 1. maí 2015
Borgunarmálið Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira