Söluminnkun Volkswagen Group í apríl Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 10:25 Fjöldamörg bílamerki tilheyra Volkswagen Group. Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent