Söluminnkun Volkswagen Group í apríl Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 10:25 Fjöldamörg bílamerki tilheyra Volkswagen Group. Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent
Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent