Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Karl Lúðvíksson skrifar 15. maí 2015 13:57 Frábær dagsveiði í Hlíðarvatni Mynd: Kristinn Helgi Sveinsson Það hefur aðeins vantað uppá að vötnin í nágrenni Reykjavíkur fari í gang en biðin eftir því er sannarlega búin. Í fyrradag voru veiðimenn sem voru við t.d. Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Hlíðarvatn og vötnin í Svínadal áþreifanlega varir við að líf var að kvikna í vötnunum. Í Hlíðarvatni var veiðin t.d. mjög fín og líklega er vatnið komið í fullan gang því mikið var af flugu og greinilega mikið klak á flugu en það sást vel í uppítökum hjá bleikjunni. Veðrið var líka einstaklega gott með sólskini og smá golu. Kristinn Helgi Sveinsson var við veiðar í vatninu á þessum tíma samkvæmt veiðisöluvefnum Veiða.is, skrapp í um 3 tíma og náði 20 fínum bleikjum. Þær voru á bilinu 0,5-2 pund. Allar tóku þær Pheasant tail. Einhverjir lausir dagar eru framundan í Hliðarvatni og þá má finna á vefnum hjá Veiða.is Veður spáin fyrir morgundaginn er sérstaklega góð í veiðilegu tilliti og má benda veiðimönnum á að kíkja t.d. í Elliðavatn, Hlíðarvatn, Vífilstaðavatn, vötnin í Svínadal, Gíslholtsvatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn og svo má ekki gleyma Úlfljótsvatni en veiðin þar gæti verið komin í gang en bleikjan þar er oft mun fyrr á ferðinni heldur en í Þingvallavatni. Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði
Það hefur aðeins vantað uppá að vötnin í nágrenni Reykjavíkur fari í gang en biðin eftir því er sannarlega búin. Í fyrradag voru veiðimenn sem voru við t.d. Elliðavatn, Vífilstaðavatn, Hlíðarvatn og vötnin í Svínadal áþreifanlega varir við að líf var að kvikna í vötnunum. Í Hlíðarvatni var veiðin t.d. mjög fín og líklega er vatnið komið í fullan gang því mikið var af flugu og greinilega mikið klak á flugu en það sást vel í uppítökum hjá bleikjunni. Veðrið var líka einstaklega gott með sólskini og smá golu. Kristinn Helgi Sveinsson var við veiðar í vatninu á þessum tíma samkvæmt veiðisöluvefnum Veiða.is, skrapp í um 3 tíma og náði 20 fínum bleikjum. Þær voru á bilinu 0,5-2 pund. Allar tóku þær Pheasant tail. Einhverjir lausir dagar eru framundan í Hliðarvatni og þá má finna á vefnum hjá Veiða.is Veður spáin fyrir morgundaginn er sérstaklega góð í veiðilegu tilliti og má benda veiðimönnum á að kíkja t.d. í Elliðavatn, Hlíðarvatn, Vífilstaðavatn, vötnin í Svínadal, Gíslholtsvatn, Meðalfellsvatn, Þingvallavatn og svo má ekki gleyma Úlfljótsvatni en veiðin þar gæti verið komin í gang en bleikjan þar er oft mun fyrr á ferðinni heldur en í Þingvallavatni.
Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði