Spilarar EVE Online safna fyrir Nepal Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2015 11:36 Mynd/CCP Spilarar íslenska tölvuleiksins EVE Online hafa safnað 68.340 dölum, eða rúmlega 8,9 milljónum króna, til neyðarstarfs Rauða krossins í Nepal. Söfnunin hófst um mánaðarmótin og fer hún alfarið fram í leiknum sjálfum. Söfnuninni mun ljúka þann 24. maí og rennur söfnunarféð óskipt til Rauða krossins á Íslandi. Í tilkynningu frá CCP segir að þetta sé í sjötta sinn sem fyrirtækið í samstafi við spilara EVE ýti úr vör söfnunarátaki til mannúðarmála undir slagorðinu PLEX for Good. Áður hafa spilarar stutt við fórnarlömb flóða í Pakistan, jarðskjálftana á Haítí, fellibylsins Katrina í Bandaríkjunum, jarðskjálfta og flóða í Japan og fellibylsins sem skók Filippseyjar fyrir tveimur árum. Alls hafa spilararnir safnað 45 milljónum króna, en met var slegið í síðustu söfnuninni. Þá söfnuðust rúmlega 22 milljónir króna fyrir íbúa Filippseyja. „Það er átakanlegt að þurfa að horfa upp á innviði samfélags, sem var einkar viðkvæmt fyrir, vera slegna niður af náttúruöflunum með jafn afgerandi hætti og í Nepal,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi í tilkynningunni. „Alþjóðahreyfing Rauða krossins gaf út neyðarkall til allra landsfélaga í kjölfar risaskjálftans 25. apríl og hafa síðan sjálfboðaliðar og sendifulltrúar unnið dag og nótt að hjálparstarfi við einkar erfiðar aðstæður í torfæru landi.“ „Samgönguæðar hafa rofnað og fjarskiptasamband er stopult. Fyrsta og síðasta skylda Rauða krossins er að hlúa að slösuðum og öllum þeim sem eru berskjaldaðir í kjölfar skjálftanna. Sjá fólki fyrir húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og hreinlætisvörum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Verkefnin í Nepal eru krefjandi og verða viðfangsefni alþjóðasamfélagsins næstu ár og áratugi. En í öllu þessu myrkri er sem betur fer ljóstýra. Heimurinn hefur ekki gleymt Nepal og það er einmitt með aðstoð almennings sem er aflögufært sem tryggir og flýtir fyrir endurhæfingu heils samfélags. Þakklætið fyrir viðleitni CCP og samfélags EVE Online er ólýsanlegt. Rauði krossinn á Íslandi er stoltur að eiga slíka bakhjarla sem CCP. Slíkt samstarf er ómetanlegt í neyðarástandi á borð við það sem ríkir nú í Nepal.“ „Við höfum fylgst með eyðileggingunni og hörmungunum sem dunið hafa yfir Nepal í kjölfar jarðskjálftanna, og bæði við og spilarar EVE Online vildum reyna gera eitthvað til að hjálpa,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. „Við erum auðvitað afskaplega ánægð með að geta tekið þátt í að styðja við gríðarlega mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu og geta búið til þennan vettvang fyrir spilara EVE Online til að láta gott af sér leiða. En við erum fyrst og fremst stolt af spilurum leiksins fyrir að rétta íbúum Nepal hjálparhönd með þessum hætti. Þótt starfsfólk okkar taki virkan þátt í söfnuninni, erum við hjá CCP í raun aðeins skapa umgörðina sem gerir spilurum EVE Online kleift að leggja þessu brýna málefni lið. Þeir hafa nú þegar gefið hátt í 9 milljónir króna til hjálparstafsins sem er hreint ótrúlegt, og líklegt að sú tali hækki á næstu dögum. Hér sannast það sem oft er sagt um þann samhug sem ríkir meðal spilara EVE Online, þó það ríki vissulega mikil samkeppni í leiknum sjálfum og þar séu háð stríð og orrustur, þá er samvinna og samstarf eitt af lykilatriðum leiksins - sem og í því samfélagi sem í kringum hann þrífst.“ Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Leikjavísir Nepal Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Spilarar íslenska tölvuleiksins EVE Online hafa safnað 68.340 dölum, eða rúmlega 8,9 milljónum króna, til neyðarstarfs Rauða krossins í Nepal. Söfnunin hófst um mánaðarmótin og fer hún alfarið fram í leiknum sjálfum. Söfnuninni mun ljúka þann 24. maí og rennur söfnunarféð óskipt til Rauða krossins á Íslandi. Í tilkynningu frá CCP segir að þetta sé í sjötta sinn sem fyrirtækið í samstafi við spilara EVE ýti úr vör söfnunarátaki til mannúðarmála undir slagorðinu PLEX for Good. Áður hafa spilarar stutt við fórnarlömb flóða í Pakistan, jarðskjálftana á Haítí, fellibylsins Katrina í Bandaríkjunum, jarðskjálfta og flóða í Japan og fellibylsins sem skók Filippseyjar fyrir tveimur árum. Alls hafa spilararnir safnað 45 milljónum króna, en met var slegið í síðustu söfnuninni. Þá söfnuðust rúmlega 22 milljónir króna fyrir íbúa Filippseyja. „Það er átakanlegt að þurfa að horfa upp á innviði samfélags, sem var einkar viðkvæmt fyrir, vera slegna niður af náttúruöflunum með jafn afgerandi hætti og í Nepal,“ segir Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða Krossins á Íslandi í tilkynningunni. „Alþjóðahreyfing Rauða krossins gaf út neyðarkall til allra landsfélaga í kjölfar risaskjálftans 25. apríl og hafa síðan sjálfboðaliðar og sendifulltrúar unnið dag og nótt að hjálparstarfi við einkar erfiðar aðstæður í torfæru landi.“ „Samgönguæðar hafa rofnað og fjarskiptasamband er stopult. Fyrsta og síðasta skylda Rauða krossins er að hlúa að slösuðum og öllum þeim sem eru berskjaldaðir í kjölfar skjálftanna. Sjá fólki fyrir húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og hreinlætisvörum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Verkefnin í Nepal eru krefjandi og verða viðfangsefni alþjóðasamfélagsins næstu ár og áratugi. En í öllu þessu myrkri er sem betur fer ljóstýra. Heimurinn hefur ekki gleymt Nepal og það er einmitt með aðstoð almennings sem er aflögufært sem tryggir og flýtir fyrir endurhæfingu heils samfélags. Þakklætið fyrir viðleitni CCP og samfélags EVE Online er ólýsanlegt. Rauði krossinn á Íslandi er stoltur að eiga slíka bakhjarla sem CCP. Slíkt samstarf er ómetanlegt í neyðarástandi á borð við það sem ríkir nú í Nepal.“ „Við höfum fylgst með eyðileggingunni og hörmungunum sem dunið hafa yfir Nepal í kjölfar jarðskjálftanna, og bæði við og spilarar EVE Online vildum reyna gera eitthvað til að hjálpa,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. „Við erum auðvitað afskaplega ánægð með að geta tekið þátt í að styðja við gríðarlega mikilvægt hjálparstarf Rauða krossins á svæðinu og geta búið til þennan vettvang fyrir spilara EVE Online til að láta gott af sér leiða. En við erum fyrst og fremst stolt af spilurum leiksins fyrir að rétta íbúum Nepal hjálparhönd með þessum hætti. Þótt starfsfólk okkar taki virkan þátt í söfnuninni, erum við hjá CCP í raun aðeins skapa umgörðina sem gerir spilurum EVE Online kleift að leggja þessu brýna málefni lið. Þeir hafa nú þegar gefið hátt í 9 milljónir króna til hjálparstafsins sem er hreint ótrúlegt, og líklegt að sú tali hækki á næstu dögum. Hér sannast það sem oft er sagt um þann samhug sem ríkir meðal spilara EVE Online, þó það ríki vissulega mikil samkeppni í leiknum sjálfum og þar séu háð stríð og orrustur, þá er samvinna og samstarf eitt af lykilatriðum leiksins - sem og í því samfélagi sem í kringum hann þrífst.“
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Leikjavísir Nepal Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira