Þungu fargi létt af starfsmönnum Fiskistofu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2015 15:23 Fulltrúar Fiskistofu hafa mótmælt flutningum harðlega undanfarið ár. Hér eru þeir mættir í ráðuneytið með bréf til ráðherra í desember. vísir/valli „Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land. Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
„Það er búið að lofa ístertu á föstudaginn kemur,“ segir Björn Jónsson, kampakátur fulltrúi starfsmanna, vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu munu ekki þurfa að fylgja stofunni á Akureyri þangað sem til stendur að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar. Björn, sem er einn nokkurra sem kosnir voru af starfsmönnum til að vera fulltrúar stofnunarinnar í málinu, hélt á fund ráðherra ásamt fiskistofustjóra og fleiri fulltrúum eftir hádegið. Í kjölfarið var fundað með starfsmönnum á skrifstofu stofunnar í Hafnarfirði um hálf þrjú. „Stemningin var fín,“ segir Björn um viðbrögð starfsmanna. Ekki hafi sést tilfinningar á borð við þær sem sjáist á knattspyrnuleikjum en fólk greinilega mjög glatt yfir tíðindunum. „Margir hafa verið í óvissu með störf sín enda með fjölskyldu og börn. Svo er makinn í vinnu líka. Það er búið að létta þungu fargi af þessu fólki,“ segir Björn. Einnig skipti máli að nú verði hægt að stöðva „hrun“ stofnunarinnar. Vísar Björn þar til þess að margir hafi hætt störfum hjá stofnuninni síðan ráðherra gerði ljóst um fyriráætlanir sínar sumarið 2014. Ekki hafi verið hægt að ráða í þeirra stað enda með öllu óljóst hvernig málið yrði til lykta leitt. „Það sem skiptir mestu máli er að ráðherra segir að núverandi starfsmenn sem starfa á höfuðborgarsvæðinu hafi val um starfsstöðu á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Björn. Aðspurður hvort hann viti til þess að einhver ætli að flytja norður segir hann ekki hafa heyrt af því. Að frátöldum fiskistofustjóra sem hafi strax gefið út að hann væri spenntur fyrir flutningnum norður í land.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. 13. maí 2015 15:18