Renault kynnir fyrsta Alpine bílinn í 20 ár Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 11:39 Renault Alpine tilraunabíll. Þetta er ekki endanlegt útlit nýja bílsins. Renault er að smíða sportbíl sem bera mun nafnið Alpine, eins og fyrri gerðir Renault sportbíla, en þeir hafa ekki verið í framleiðslu í um 20 ár. Þessum bíl er ætlað að keppa við smærri sportbíla eins og Porsche Boxster og Audi TT. Hann á að kosta 30-35.000 evrur, eða 4,5-5 milljónir króna. Bíllinn verður með um 250 hestafla vél og verður hún aftan í bílnum. Þessi bíll verður í fyrstu framleiddur í um 3.000 eintökum á ári, en ef honum verður vel tekið verður hægt að auka framleiðsluna í 5.000 bíla. Líklegt þykir að Renault muni kynna bílinn í Le Mans um leið og hin þekkt þolaksturskeppni fer þar fram í næsta mánuði. Hann fer þó ekki í sölu fyrr en seint á næsta ári. Renault hefur sett 600 milljónir evra í þróun bíla sem bera Alpine merkið, en þessi bíll verður sá fyrsti sem kynntur er sem afrakstur þessa athygliverða verkefnis Renault. Þessi fyrsti Alpine bíll Renault verður framleiddur í Dieppe í norðurhluta Frakklands. Alpine deild Renault var sett á laggirnar árið 1950 og urðu bílar hennar fljótt þekktir meðal sportbílaaðdáenda, þá aðallega vegna bílanna A110 og Berlinette, sem kynntur var árið 1962. Sala Alpine bíla náði þó aldrei hærra en í 2.000 bíla árið 1980. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Renault er að smíða sportbíl sem bera mun nafnið Alpine, eins og fyrri gerðir Renault sportbíla, en þeir hafa ekki verið í framleiðslu í um 20 ár. Þessum bíl er ætlað að keppa við smærri sportbíla eins og Porsche Boxster og Audi TT. Hann á að kosta 30-35.000 evrur, eða 4,5-5 milljónir króna. Bíllinn verður með um 250 hestafla vél og verður hún aftan í bílnum. Þessi bíll verður í fyrstu framleiddur í um 3.000 eintökum á ári, en ef honum verður vel tekið verður hægt að auka framleiðsluna í 5.000 bíla. Líklegt þykir að Renault muni kynna bílinn í Le Mans um leið og hin þekkt þolaksturskeppni fer þar fram í næsta mánuði. Hann fer þó ekki í sölu fyrr en seint á næsta ári. Renault hefur sett 600 milljónir evra í þróun bíla sem bera Alpine merkið, en þessi bíll verður sá fyrsti sem kynntur er sem afrakstur þessa athygliverða verkefnis Renault. Þessi fyrsti Alpine bíll Renault verður framleiddur í Dieppe í norðurhluta Frakklands. Alpine deild Renault var sett á laggirnar árið 1950 og urðu bílar hennar fljótt þekktir meðal sportbílaaðdáenda, þá aðallega vegna bílanna A110 og Berlinette, sem kynntur var árið 1962. Sala Alpine bíla náði þó aldrei hærra en í 2.000 bíla árið 1980.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður