Skattaívilnanir rafmagnsbíla renna út í Noregi árið 2017 Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2015 10:05 Tesla Model S er vinsæll í Noregi og var á tímabili mest selda bílgerðin. Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Í Noregi eru einu mestu skattaívilnanir sem þekkjast við kaup á rafmagnsbílum. Það sem af er liðið ári er einn af hverjum fimm nýjum bílum sem keyptir hafa verið þar rafmagnsbílar og er heildarmagn þeirra nú orðið yfir 50.000. Eru rafmagnsbílar nú 2% af heildarbílaflota Norðmanna. Þessi miklu kaup Norðmanna á rafmagnsbílum á undanförnum árum hefur valdið því að norska ríkið hefur orðið af 2 milljónum norskra króna í sköttum, eða 35,5 milljörðum króna. Í því ljósi eru norsk yfirvöld að íhuga að draga verulega úr þessum skattaívilnunum frá og með árinu 2017, en þegar þessar ívilnanir voru kynntar var lofað að þær myndu gilda til þess árs. Breytingarnar gætu verið fólgnar í því að viðhalda ívilnunum á minni rafmagnsbílum en minnka þær vegna stórra lúxusrafmagnsbíla eins og Tesla Model S. Sá bíll var á tímabili mest seldi bíllinn í Noregi og hefur það sviðið norskum yfirvöldum að kaupendur slíkra bíla njóti svo mikilla fríðinda og það hafi ekki verið meiningin með tilkomu ívilnanna. Í Noregi seldust þriðjungur þeirra rafmagnsbíla sem seldust í Evrópu í fyrra. Þá voru 13% allra seldra bíla rafmagnsbílar, en 19% það sem af er þessu ári. Meiningin er að afnema þessar ívilnanir í áföngum.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent