Toyota og Mazda auka samstarfið Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2015 09:24 Toyota RAV4 verður ef til vill brátt með SkyActive vél frá Mazda. Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent
Samstarf er milli bílaframleiðendanna Toyota og Mazda við smíði bílanna Mazda2 og Toyota Yaris sem markaðssettur er í Bandaríkjunum, en þar ber hann nafnið Scion iA. Sá bíll er framleiddur í verksmiðju Mazda í Mexíkó og hefur að grunni verið sami bíll og Mazda2 frá árinu 2012. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja og hyggja á frekara samstarf. Yrði það í formi notkunar vetnistækni Toyota í Mazda bíla, sem og Plug-In-Hybrid tækni þeirra. Á móti myndi Mazda útvega SkyActive vélar í bíla Toyota. Báðir framleiðendur hafa hag af þessu samstarfi, en Mazda býr að lítilli þekkingu í vetnisbúnaði í bíla og Plug-In-Hybrid tvíorkutækni og Toyota sárvantar nýrri og betri vélar í bíla eins og Corolla, Camry og RAV4.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent