Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 08:39 Gísli er staddur í Nepal. vísir/stefán/afp „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira