Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 08:39 Gísli er staddur í Nepal. vísir/stefán/afp „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira