McLaren 675LT strax uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2015 16:05 McLaren 675LT á bílasýningunni í Genf í mars. McLaren sýndi þennan 675LT bíl á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur mánuðum og sagði í leiðinni að aðeins yrði framleiddir 500 slíkir bílar. Þeir eru nú allir uppseldir. Ekki virðist því skortur á efnuðum kaupendum ofurbíla sem fyrr. McLaren 675LT er lengri og öflugri útgáfa af McLaren 650S bílnum og kostar 54 milljónir króna. Hann er með 3,8 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og 666 hestöfl. Með öllu þessu afli er bíllinn undir 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 330 km/klst. Um það bil helmingur kaupenda þessara 500 bíla hafa aldrei átt McLaren bíl áður en hinn helmingurinn eru núverandi eða fyrrverandi eigendur af MacLaren 650S, P1 eða 12C. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
McLaren sýndi þennan 675LT bíl á bílasýningunni í Genf fyrir tveimur mánuðum og sagði í leiðinni að aðeins yrði framleiddir 500 slíkir bílar. Þeir eru nú allir uppseldir. Ekki virðist því skortur á efnuðum kaupendum ofurbíla sem fyrr. McLaren 675LT er lengri og öflugri útgáfa af McLaren 650S bílnum og kostar 54 milljónir króna. Hann er með 3,8 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum og 666 hestöfl. Með öllu þessu afli er bíllinn undir 3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 330 km/klst. Um það bil helmingur kaupenda þessara 500 bíla hafa aldrei átt McLaren bíl áður en hinn helmingurinn eru núverandi eða fyrrverandi eigendur af MacLaren 650S, P1 eða 12C.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður