Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2015 17:19 8 punda urriði sem Misolav Sapina veiddi í Kleifarvatni í gær Það er nokkur hópur af veiðimönnum sem hefur náð góðum tökum á að veiða í Kleifarvatni. Vatnið þykir nokkuð krefjandi, sérstaklega hvað varðar þolinmæði til að finna fiskinn en það er vel þekkt að sumir staðir í vatninu gefa betur en aðrir. Í vatninu er urriði að mestu og getur hann náð ágætri stærð en það er líka stundum erfitt að ná honum. Best er að viða í vatninu á kvöldin í ljósaskiptunum og á næturnar en þá eru urriðarnir mest a ferðinni við fæðuleit. Það veiðist nokkuð jafnt á öll veiðarfæri í vatninu en árangurinn að velgengninni þar er að vita hvar fiskurinn heldur sig og það tekur eins og alltaf smá tíma. Það er reglulega gaman að segja frá því þegar vel gengur í veiði og í dag á vefnum hjá Veiðikortinu mátti finna meðfylgjandi mynd, sem er birt með leyfi, af urriða sem Misolav Sapina veiddi í Kleifarvatni í gær en hann er 8 pund tók fluguna Black Ghost Sunburst með keilu nr. 8. Hann fékk fiskinn undir Vatnshlíðinni. Besti tíminn í Kleifarvatni hefur verið fyrri partur sumars svo það er um að gera fyrir þá sem eru með Veiðikortið að kíkja í vatnið í nokkur skipti, gefa því tíma og síðast en ekki síst leita af fiskinum með því að fara á veiðilega staði, gefa hverjum stað 2-3 tíma og nokkrar flugur eða það agn sem notað er. Árangurinn lætur yfirleitt ekki á sér standa. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Það er nokkur hópur af veiðimönnum sem hefur náð góðum tökum á að veiða í Kleifarvatni. Vatnið þykir nokkuð krefjandi, sérstaklega hvað varðar þolinmæði til að finna fiskinn en það er vel þekkt að sumir staðir í vatninu gefa betur en aðrir. Í vatninu er urriði að mestu og getur hann náð ágætri stærð en það er líka stundum erfitt að ná honum. Best er að viða í vatninu á kvöldin í ljósaskiptunum og á næturnar en þá eru urriðarnir mest a ferðinni við fæðuleit. Það veiðist nokkuð jafnt á öll veiðarfæri í vatninu en árangurinn að velgengninni þar er að vita hvar fiskurinn heldur sig og það tekur eins og alltaf smá tíma. Það er reglulega gaman að segja frá því þegar vel gengur í veiði og í dag á vefnum hjá Veiðikortinu mátti finna meðfylgjandi mynd, sem er birt með leyfi, af urriða sem Misolav Sapina veiddi í Kleifarvatni í gær en hann er 8 pund tók fluguna Black Ghost Sunburst með keilu nr. 8. Hann fékk fiskinn undir Vatnshlíðinni. Besti tíminn í Kleifarvatni hefur verið fyrri partur sumars svo það er um að gera fyrir þá sem eru með Veiðikortið að kíkja í vatnið í nokkur skipti, gefa því tíma og síðast en ekki síst leita af fiskinum með því að fara á veiðilega staði, gefa hverjum stað 2-3 tíma og nokkrar flugur eða það agn sem notað er. Árangurinn lætur yfirleitt ekki á sér standa.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði