Annað námskeið í fluguveiðiskóla SVFR vegna mikillar aðsóknar Karl Lúðvíksson skrifar 26. maí 2015 17:14 Sífellt fleiri leita sér skemmtunar og útiveru í stangveiði og fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er tilvalið að fá leiðsögn reyndra manna þegar byrjað er. SVFR auglýsti í vor námskeið í fluguveiði sem fylltist á mettíma. Til þess að mæta fjölda fyrirspurna hefur veri ákveðið að bæta við námskeiði en það er haldið við Haukadalsá 28-30. júní. Í tilkynningu frá SVFR segir: "Fluguveiðiskólinn er tilvalið tækifæri til að bæta við sig þekkingu og kynnast öðru fólki sem er að stíga sín fyrstu skref. Þetta er líka frábært tækifæri til að smala saman fólki í skemmtilega veiði á hagstæðu verði. Verð á mann er aðeins 78.100 krónur en hægt er að sækja allt að 30.000 króna styrki til þíns stéttarfélags fyrir skólanum. Þú gætir því greitt svo lítið sem 48.100 krónur fyrir herlegheitin. Innifalið í verði er hálft veiðileyfi 28-30 júní, fullt fæði og húsnæði í veiðihúsinu við Haukadalsá og leiðsögn við veiðarnar. Áður en farið er í ferðina hittist hópurinn tvo kvöld í Reykjavík, fer yfir fluguveiðibúnað, flugukasttækni og veiðistaðalýsingu af Haukadalsá." Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu SVFR. Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði
Sífellt fleiri leita sér skemmtunar og útiveru í stangveiði og fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref er tilvalið að fá leiðsögn reyndra manna þegar byrjað er. SVFR auglýsti í vor námskeið í fluguveiði sem fylltist á mettíma. Til þess að mæta fjölda fyrirspurna hefur veri ákveðið að bæta við námskeiði en það er haldið við Haukadalsá 28-30. júní. Í tilkynningu frá SVFR segir: "Fluguveiðiskólinn er tilvalið tækifæri til að bæta við sig þekkingu og kynnast öðru fólki sem er að stíga sín fyrstu skref. Þetta er líka frábært tækifæri til að smala saman fólki í skemmtilega veiði á hagstæðu verði. Verð á mann er aðeins 78.100 krónur en hægt er að sækja allt að 30.000 króna styrki til þíns stéttarfélags fyrir skólanum. Þú gætir því greitt svo lítið sem 48.100 krónur fyrir herlegheitin. Innifalið í verði er hálft veiðileyfi 28-30 júní, fullt fæði og húsnæði í veiðihúsinu við Haukadalsá og leiðsögn við veiðarnar. Áður en farið er í ferðina hittist hópurinn tvo kvöld í Reykjavík, fer yfir fluguveiðibúnað, flugukasttækni og veiðistaðalýsingu af Haukadalsá." Áhugasamir geta haft samband við skrifstofu SVFR.
Stangveiði Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Veiðisvæðakynning hjá Fish Partner Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði Veiði