Borgin styrkir Iceland Airwaves um níu milljónir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. maí 2015 15:38 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, við undirritunina. vísir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, skrifuðu undir samning í dag um styrk Reykjavíkurborgar til hátíðarinnar. Undirritunin fór fram í húsakynnum Iceland Airwaves í setri skapandi greina við Hlemm. Styrkur borgarinnar til hátíðarinnar í ár nemur níu milljónum króna. Meginmarkmið með stuðningi Reykjavíkurborgar við Iceland Airwaves er að efla jákvæða ímynd íslenskrar tónlistar jafnt innanlands sem utan, vekja athygli á Reykjavík sem tónlistarborg, koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri við erlenda aðila og í erlendum fjölmiðlum og tryggja samfellu og framþróun í árvissri hátíð sem laðar að sér gesti til borgarinnar utan hefðbundins ferðamannatíma. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin í miðborg Reykjavíkur frá árinu 2000 og hefur vaxið smám saman í þekkta alþjóðlega tónlistarhátíð. Hátíðin hefur reynst vera stökkpallur fyrir fjölmargar íslenskar hljómsveitir sem sækja á erlenda markaði. Hátíðin hefur að auki skilað fleiri ferðamönnum sem nefna tónlist sem eina af ástæðum ferðalags til Íslands. Í dag var einnig tilkynnt um viðbætur á dagskrá Iceland Airwaves. Meðal þeirra sem tilkynnt var um í dag að kæmu fram á hátíðinni má nefna Gísla Pálma, Beach House, Battles og QT.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Airwaves á NASA í ár Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin á Nasa á ný. 2. maí 2015 09:00 Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06 Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Björk og Bubbi spila á Iceland Airwaves Björk Guðmundsdóttir og Bubbi Morthens munu spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram í nóvember. 19. mars 2015 12:06