Erlent

Maður skotinn til bana af lögreglu í Boston

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í Boston.
Frá vettvangi í Boston. Vísir/EPA
Lögregluþjónar skutu mann til bana sem var undir eftirliti hryðjuverkadeildar FBI í Boston í Bandaríkjunum. Lögreglan segist eiga myndband af Usaama Rahim hóta lögregluþjónum með stórum hníf. Samkvæmt lögreglunni var Rahim margsinnis skipað að leggja frá sér hnífinn en hann er sagður hafa hlaupið að lögregluþjónum þegar þeir skutu hann tvívegis.

Bróðir Rahim, Ibrahim Rahim, segir hins vegar að lögregluþjónar hafi nálgast bróðir sinn þar sem hann beið eftir strætó og skotið hann þrisvar sinnum í bakið.

Heimildarmaður AP fréttaveitunnar segir að Rahim hafi haft í frammi hótanir gegn lögregluþjónum. Yfirmaður lögreglunnar í Boston segir að þeir hafi reynt að spyrja Rahim um upplýsingar tengdum hryðjuverkum þegar hann dró upp hnífinn.

Rahim lét lífið á spítala eftir að hafa verið skotinn í bringuna og magann.

Lögreglan segist hafa fylgst með Rahim um langt skeið en vildi ekki staðfesta að Rahim væri hliðhollur ISIS, eins og fjölmiðlar ytra segjast hafa heimildir fyrir.

Your prayers are requested:This morning while at the bus stop in Boston, my youngest brother Usaama Rahim was waiting...

Posted by Ibrahim Rahim on Tuesday, June 2, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×