Bleikjan varla farinn að sýna sig á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2015 10:15 Nú bíða veiðimenn eftir að bleikjan fari að taka á Þingvöllum. Þessi fína bleikja veiddist við vatnið í fyrra. Mynd: Magnús Þór Ágústsson Urriðaveiðin á Þingvöllum tók smá kipp síðustu vikuna í maí sem er óvenjulega seint en á þessum tíma eru veiðimenn yfirleitt að veiða bleikju. Bleikjan er þó varla sjáanleg í vatninu ennþá og jafnvel reyndustu veiðimenn við vatnið eru að koma tómhentir heim þessa dagana. Í venjulegu árferði er bleikjan við vatnið farin að koma nær landi og flesta daga sem veiður leyfir veiðist ágætlega af henni. Eina skýringin sem liggur fyrir þessum aðstæðum er veðrið en meint sumar er líklega 2-3 vikum á eftir áætlun og það sést vel á ástandinu á gróðrinum en það er varla að finna brum á trjánum upp við vatnið. Það er þó vonarglæta í veðurspá næstu daga, í það minnsta á suður og vesturlandi, því tveggja stafa tölur eru í kortunum og þegar það nær því nokkra daga í röð er þetta yfirleitt fljótt að fara af stað. Veiðin í vötnunum í kringum Reykjavík hefur verið afskaplega dræm síðustu daga en sem dæmi höfum við hjá Veiðivísi hitt margar af helstu kempum vatnsins við bakkana síðustu daga og heyrir það til undantekninga ef þessir veiðimenn fá meira en einn fisk eftir 3-4 tíma við vatnið. Þegar það lægir koma vakirnar þó aðeins í ljós en á meðan lofthiti og sólargllæta er af skornum skammti liggur fiksurinn við botninn og týnir í sig púpu og kuðung. Þeir sem þó setja í fisk eru að veiða djúpt, með langa tauma, draga hægt inn og nota jafnvel straumflugur inná milli en þeir hafa líka gefa fisk. Þá helst eru það Mickey Finn, Dentist og Nobbler sem urriðinn virðist taka. Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði
Urriðaveiðin á Þingvöllum tók smá kipp síðustu vikuna í maí sem er óvenjulega seint en á þessum tíma eru veiðimenn yfirleitt að veiða bleikju. Bleikjan er þó varla sjáanleg í vatninu ennþá og jafnvel reyndustu veiðimenn við vatnið eru að koma tómhentir heim þessa dagana. Í venjulegu árferði er bleikjan við vatnið farin að koma nær landi og flesta daga sem veiður leyfir veiðist ágætlega af henni. Eina skýringin sem liggur fyrir þessum aðstæðum er veðrið en meint sumar er líklega 2-3 vikum á eftir áætlun og það sést vel á ástandinu á gróðrinum en það er varla að finna brum á trjánum upp við vatnið. Það er þó vonarglæta í veðurspá næstu daga, í það minnsta á suður og vesturlandi, því tveggja stafa tölur eru í kortunum og þegar það nær því nokkra daga í röð er þetta yfirleitt fljótt að fara af stað. Veiðin í vötnunum í kringum Reykjavík hefur verið afskaplega dræm síðustu daga en sem dæmi höfum við hjá Veiðivísi hitt margar af helstu kempum vatnsins við bakkana síðustu daga og heyrir það til undantekninga ef þessir veiðimenn fá meira en einn fisk eftir 3-4 tíma við vatnið. Þegar það lægir koma vakirnar þó aðeins í ljós en á meðan lofthiti og sólargllæta er af skornum skammti liggur fiksurinn við botninn og týnir í sig púpu og kuðung. Þeir sem þó setja í fisk eru að veiða djúpt, með langa tauma, draga hægt inn og nota jafnvel straumflugur inná milli en þeir hafa líka gefa fisk. Þá helst eru það Mickey Finn, Dentist og Nobbler sem urriðinn virðist taka.
Stangveiði Mest lesið Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu Veiði Langskeggur er málið Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði 102 laxar á land á tveimur vöktum i Ytri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Þarf að bæta umgengni við vötnin Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði