Boxster og Cayman með 4 strokka á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2015 08:39 Porsche Boxster og Cayman eru minnstu framleiðslubílar Porsche. Porsche mun hefja sölu á Boxster og Cayman bílum sínum með fjögurra strokka vélar um mitt næsta ár. Í dag eru þeir með 6 strokka vélar en Porsche, eins og margur annar bílaframleiðandinn, er að fækka strokkum og minnka sprengirými í bílum sínum, en þó ekki á kostnað aflsins. Þessar 4 strokka vélar verða allt að 395 hestöfl, en engin gerð Boxster né Cayman nær nú þeirri hestaflatölu. Það að 4 strokka vélar séu að finna í Porsche bílum er þó ekki nýlunda því í dag má fá Macan jepplinginn með 4 strokka vél í Kína og Bretlandi, en aðeins á þeim tveimur mörkuðum. Forstjóri Porsche, Matthias Müller var spurður að því nýlega hvort búast mætti við að sjá 4 strokka vélar í fleiri bílgerðum Porsche. Hann taldi það ekki ósennilegt, en í fyrstu ætlaði fyrirtækið að sjá hvernig þessum nýju Porsche Boxster og Cayman yrði tekið með þessum vélum. Hann vildi ekki láta uppi með hve stórt sprengirými þessar vélar yrðu, en það verður væntanlega annaðhvort 2,0 eða 2,5 lítra og hugsanlega bæði. Porsche á eldri sögu í framleiðslu fjögurra strokka véla, en fyrirtækið seldi bíla með slíkum vélum á árunum 1948 til 1995. Strokkar þeirra voru þverstæðir og flatir frá 1948 til 1976, en svo sem flatar línuvélar frá 1976 til 1995. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent
Porsche mun hefja sölu á Boxster og Cayman bílum sínum með fjögurra strokka vélar um mitt næsta ár. Í dag eru þeir með 6 strokka vélar en Porsche, eins og margur annar bílaframleiðandinn, er að fækka strokkum og minnka sprengirými í bílum sínum, en þó ekki á kostnað aflsins. Þessar 4 strokka vélar verða allt að 395 hestöfl, en engin gerð Boxster né Cayman nær nú þeirri hestaflatölu. Það að 4 strokka vélar séu að finna í Porsche bílum er þó ekki nýlunda því í dag má fá Macan jepplinginn með 4 strokka vél í Kína og Bretlandi, en aðeins á þeim tveimur mörkuðum. Forstjóri Porsche, Matthias Müller var spurður að því nýlega hvort búast mætti við að sjá 4 strokka vélar í fleiri bílgerðum Porsche. Hann taldi það ekki ósennilegt, en í fyrstu ætlaði fyrirtækið að sjá hvernig þessum nýju Porsche Boxster og Cayman yrði tekið með þessum vélum. Hann vildi ekki láta uppi með hve stórt sprengirými þessar vélar yrðu, en það verður væntanlega annaðhvort 2,0 eða 2,5 lítra og hugsanlega bæði. Porsche á eldri sögu í framleiðslu fjögurra strokka véla, en fyrirtækið seldi bíla með slíkum vélum á árunum 1948 til 1995. Strokkar þeirra voru þverstæðir og flatir frá 1948 til 1976, en svo sem flatar línuvélar frá 1976 til 1995.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent