Norðurá komin í 65 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2015 08:25 Veiðiárnar eru að komast í gang hver af annari og nú bíða menn spenntir eftir eins árs laxagöngunum. Það er yfirleitt um miðjan júní sem fer að bera á eins árs laxi í ánum svo næstu daga gæti veiðin farið að taka nokkurn kipp í þeim ám sem eru þekktar fyrir stóra eins árs laxastofna, t.d. Norðurá. Staðan í Norðurá er undir meðalári eins og er en það sem hefur þó glatt veiðimenn á bakkanum er að laxinn sem er að veiðast er vænn. Að venju eru svæðin neðan við Laxfoss að gefa mest en þó má klárlega reikna með að laxinn fari í auknum mæli upp á efri svæðin þegar það er gott vatn í ánni. Staðan í Norðurá í gær var sú að 65 laxar eru komnir á land og að sögn veiðimanna sem voru að koma úr ánni er nokkuð líf á helstu stöðum en það vantar þó ennþá, eins og við nefndum, sterkar göngur af smálaxi sem eiga eftir að ýta veiðitölum í ánni vel upp. Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Veiðiárnar eru að komast í gang hver af annari og nú bíða menn spenntir eftir eins árs laxagöngunum. Það er yfirleitt um miðjan júní sem fer að bera á eins árs laxi í ánum svo næstu daga gæti veiðin farið að taka nokkurn kipp í þeim ám sem eru þekktar fyrir stóra eins árs laxastofna, t.d. Norðurá. Staðan í Norðurá er undir meðalári eins og er en það sem hefur þó glatt veiðimenn á bakkanum er að laxinn sem er að veiðast er vænn. Að venju eru svæðin neðan við Laxfoss að gefa mest en þó má klárlega reikna með að laxinn fari í auknum mæli upp á efri svæðin þegar það er gott vatn í ánni. Staðan í Norðurá í gær var sú að 65 laxar eru komnir á land og að sögn veiðimanna sem voru að koma úr ánni er nokkuð líf á helstu stöðum en það vantar þó ennþá, eins og við nefndum, sterkar göngur af smálaxi sem eiga eftir að ýta veiðitölum í ánni vel upp.
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði