Þrír Íslendingar eiga möguleika á að komast inn á þrjú risamót í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 16:15 Guðmundur Ágúst Kristjánsson á mótinu. Vísir/Getty Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17 Golf Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Íslensku kylfingarnir þrír halda sínu striki á Opna breska áhugamannamótinu og komust þeir allir í gegnum fyrstu umferðina í holukeppninni í dag. Ísland á því þrjá af alls 32 kylfingum sem eru enn með í keppninni á þessu sögufræga móti sem fram fer í Skotlandi. Andri Þór Björnsson (GR) sigraði Jeremy Paul frá Þýslalandi, 2/1. Gísli Sveinbergsson (GK) sigraði Ben Wheeler frá Englandi, 4/3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) sigraði Christoffer Bring frá Danmörku 2/1. Í 32 manna úrslitum á fimmtudaginn mæta íslensku kylfingarnir eftifarandi mótherjum: Andri Þór mætir Michel Cea frá Ítalíu, Gísli mætir Skotanum Grant Forrest og Guðmundur Ágúst mætir Mateusz Gradecki frá Póllandi. Það er að miklu að keppa á þessu móti þar sem að sigurvegarinn fær keppnisrétt á sjálfu Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi í júlí. Að auki fær sigurvegarinn keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer á Oakmont Country vellinum á næsta ári, og sjálfu Mastersmótinu á Augusta á næsta ári. Fyrir ári síðan komst Haraldur Franklín í 8 manna úrslit á þessu móti – sem er besti árangur hjá íslenskum kylfingi á þessu sögufræga móti. Árangur íslensku keppendanna er ótrúlega góður þar sem að tæplega 300 kylfingar tóku þátt og aðeins 64 efstu komust áfram í holukeppnina sem tók við eftir 36 holu höggleik. Opna breska áhugamannamótið fer fram að þessu sinni í Skotlandi en mótið fer fram á tveimur völlum, Carnoustie og Panmure Angus. Þetta er í 120. sinn sem þetta sögufræga mót fer fram. Fyrstu tveir keppnisdagarnir eru höggleikur þar sem keppendur spila um að komast í sjálfa holukeppnina. Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt en alls tóku 288 kylfingar þátt frá 30 mismunandi þjóðlöndum. Tekið er mið af stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna á þessu móti og aðeins þeir stigahæstu á þeim lista komast inn. Andri Þór Björnsson úr GR, Gísli Sveinbergsson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR náðu allir að komast í hóp 64 efstu og þeir eiga enn möguleika á að komast inn á stóra sviðið á risamótunum þremur. Guðmundur Ágúst lék best allra af íslensku keppendunum en hann endaði í þriðja sæti á - 5 (71-66), Gísli og Andri voru jafnir á +1 samtals í 49. sæti. Aron Júlíusson, GKG, (72-72) +2 Haraldur Franklín Magnús, GR (76-73) +6 Rúnar Arnórsson, GK, GK (77-72) +7 Ragnar Már Garðarsson, GKG (85-74) + 17
Golf Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira