Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2015 10:57 Myndbandið er frábært. vísir „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt. Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
„Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt.
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira