Úlfur Úlfur með nýtt myndband: Með slefandi St. Bernard hunda yfir sér Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júní 2015 10:57 Myndbandið er frábært. vísir „Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt. Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
„Tvær Plánetur er fyrst og fremst fjölbreytt og persónuleg. Það eru lög þarna til að bæði dansa og kúra við. Sum fá þig til að hugsa og önnur til þess að kýla næsta mann,“ segir Arnar Freyr Frostason, meðlimur í hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Hljómsveitin sendi frá sér sína aðra breiðskífu í gær sem ber nafnið Tvær plánetur. Nýtt myndband var síðan frumsýnt á Lof Hostel í gærkvöldi og var mikill fjöldi mættur á svæðið. Arnar myndar sveitina ásamt Helga Sæmundi Guðmundsyni. Þeir gefa plötuna út sjálfir en Record Records sér um dreifingu og kom hún í verslanir í dag. „Innblásturinn er einfaldlega lífið sjálft, íslenskur veruleiki og allt sem honum fylgir – að vera milli tvítugs og þrítugs að díla allskonar hluti. Það eru ákveðnar reglur sem þarf að fylgja þegar maður er rappari, t.d. að vera sjálfhverfur og erfiður almennt, en ég er fullviss um að hver sem er geti tengt við flest lögin.“ Sjá einnig: Hafa þroskast mikið tónlistarlega Platan var heil þrjú ár í vinnslu en langflest lögin urðu til í fyrra, sumarið 2014. „Platan fjallar í raun um það tímabil í lífi okkar. Við vorum báðir að vinna úr allskyns tilfinningum á þeim tíma og notuðum þær sem eldsneyti fyrir þessa plötu. Ekki að þetta sé eintómt drama sko, þetta er bara raunverulegt shit. Hæðir og lægðir og þannig.“Arnar og Helgi.Þeir félagar fengu Kött Grá Pje með sér í þessa plötu. „Hann hefur verið í miklu uppáhaldi í mörg ár. Hann er fyrst og fremst frábær rappari og ljúfmenni en jafnframt svo kynþokkafullur að ég verð hálf ringlaður bara af því að hugsa um það.“ „Myndbandið var tekið upp á tveimur dögum núna í maí og er þetta er annað myndbandið sem við vinnum saman,“ segir Magnús Leifsson, leikstjóri myndbandsins. „Tökurnar gengu eiginlega bara fáránlega vel og maður finnur ekki skemmtilegri menn að vinna með. Við kynntum okkur vel hvernig væri að vera með hest í umferðinni og komust að þeirri reglu að hesturinn hefur víst ávalt forgang. Við vorum eiginlega hálf hissa að við lentum ekki í neinum sem setti spurningamerki við þetta.“ Hann segir að þeir hafi komist að því að það sé ekkert grín að stjórna st. bernard hundum. „Það gat verið smá basl að eiga við þessa fallegu, stóru og sterku hunda. Kött Grá Pje á skilið einhverja orðu fyrir að tækla þessar tökur vel þegar hann var með þá þarna slefandi látlaust yfir sig í bílnum.“ Hér að neðan má sjá myndbandið sem er glæsilegt.
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira