Viðskipti erlent

Hagnaður eiganda Zöru eykst verulega

ingvar haraldsson skrifar
Zara rekur verslanir um allan heim.
Zara rekur verslanir um allan heim. vísir/getty
Spænska fyrirtækið Inditex, sem m.a. á verslunarkeðjurnar Zöru og Massimo Dutti hagnaðist um 78 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi rekstarárs fyrirtækisins sem stóð frá febrúar og út apríl. BBC greinir frá.

Hagnaðurinn jókst verulega á milli ára en hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 61 milljörðum króna.

Inditex opnaði 63 nýjar verslanir á tímabilinu og eru verslanir fyrirtækisins nú 6.746 um allan heim. Þá jókst sala fyrirtækisins um 17 prósent og nam 654 milljörðum króna.

Þrátt fyrir aukinn hagnað lækkuðu hlutabréf Inditex um 0,4 prósent á spænska hlutabréfamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×