Lotus smíðar samkeppnisbíl Porsche Macan Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 15:12 Hinn ofurle´tti Lotus 3-Eleven. Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent