Rafmagnsbíll vann Pikes Peak klifurkeppnina Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 09:20 Rhys Millen á leið upp Pikes Peak. Líkt og flestir höfðu spáð var það Rhys Millen á rafmagnsbíl sem hafði sigur í klifurkeppninni þekktu, Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í 93 ára sögu keppninnar sem rafmagnsbíll hefur sigur. Sigur Millen var býsna öruggur og tími hans 9:07,22 en næsti bíll á eftir kom á 9:32,40 og var sá bíll líka eingöngu knúinn rafmagni. Þessi sigurtími Millen er samt afar langt frá best tíma sem náðst hefur í þessari keppni, en Sebastian Loeb náði fyrir tveimur árum tímanum 8:13,88, eða næstum heilli mínútu á undan Millen. Því má segja að þessu sinni hafi ekki eins öflugir bílar og ökumenn mætt til keppni og þegar Loeb setti þetta met fyrir tveimur árum. Ennfremur staðfesta þessi úrslit í ár að rafmagnsbílar eiga enn eitthvað í land með að ná alöflugustu bílum með brunavélar, aðallega vegna þyngdar rafhlaðanna í þeim. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður
Líkt og flestir höfðu spáð var það Rhys Millen á rafmagnsbíl sem hafði sigur í klifurkeppninni þekktu, Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er í fyrsta skiptið í 93 ára sögu keppninnar sem rafmagnsbíll hefur sigur. Sigur Millen var býsna öruggur og tími hans 9:07,22 en næsti bíll á eftir kom á 9:32,40 og var sá bíll líka eingöngu knúinn rafmagni. Þessi sigurtími Millen er samt afar langt frá best tíma sem náðst hefur í þessari keppni, en Sebastian Loeb náði fyrir tveimur árum tímanum 8:13,88, eða næstum heilli mínútu á undan Millen. Því má segja að þessu sinni hafi ekki eins öflugir bílar og ökumenn mætt til keppni og þegar Loeb setti þetta met fyrir tveimur árum. Ennfremur staðfesta þessi úrslit í ár að rafmagnsbílar eiga enn eitthvað í land með að ná alöflugustu bílum með brunavélar, aðallega vegna þyngdar rafhlaðanna í þeim.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður