Valdfíknin það allra öflugasta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. júní 2015 12:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“ Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira