Nýr veltibíll til Ökuskóla 3 Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 14:02 Veltibíllinn í sinni eðlilegustu stöðu. Nýlega afhenti Hekla forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl af tegundinni Volkswagen Golf og er það sá fimmti í röðinni. Veltibíllinn sneri aftur tímabundið til heimahaganna meðan á Volkswagen deginum stóð og tók snúning með gestum sem bættust í hóp þeirra 300.000 Íslendinga sem hafa farið hring í veltibílnum á þeim tuttugu árum sem veltibíllinn hefur verið notaður. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í Heklu á dögunum þegar veltibíllinn var sýndur og Volkswagen dagurinn var haldinn hátíðlegur. Fjölmargar glæsibifreiðar frá Volkswagen voru auk hans til sýnis, þar á meðal Volkswagen e-Golf, Touareg, Passat og glænýr Volkswagen Golf GTE sem var forsýndur við þetta tilefni. Volkswagen Golf GTE hefur verið beðið með eftirvæntingu en um er að ræða fyrsta tengiltvinnbíl Volkswagen. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er því afar sparneytinn og umhverfisvænn. Hann er einnig kraftmikill og fer úr núlli í hundrað á 7,6 sekúndum og nær 222 kílómetra hámarkshraða. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent
Nýlega afhenti Hekla forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl af tegundinni Volkswagen Golf og er það sá fimmti í röðinni. Veltibíllinn sneri aftur tímabundið til heimahaganna meðan á Volkswagen deginum stóð og tók snúning með gestum sem bættust í hóp þeirra 300.000 Íslendinga sem hafa farið hring í veltibílnum á þeim tuttugu árum sem veltibíllinn hefur verið notaður. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í Heklu á dögunum þegar veltibíllinn var sýndur og Volkswagen dagurinn var haldinn hátíðlegur. Fjölmargar glæsibifreiðar frá Volkswagen voru auk hans til sýnis, þar á meðal Volkswagen e-Golf, Touareg, Passat og glænýr Volkswagen Golf GTE sem var forsýndur við þetta tilefni. Volkswagen Golf GTE hefur verið beðið með eftirvæntingu en um er að ræða fyrsta tengiltvinnbíl Volkswagen. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er því afar sparneytinn og umhverfisvænn. Hann er einnig kraftmikill og fer úr núlli í hundrað á 7,6 sekúndum og nær 222 kílómetra hámarkshraða.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent