Porsche ætlar að kæra kínverska eftiröpun Macan Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 11:32 Hér sést hve líkur Zoyte T700 er Porsche Macan. Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum. Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum.
Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent