Ökumaður lést á þriðja æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 10:15 Frá fyrri keppni í Pikes Peak. Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent
Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent