Prófessor segir Framsókn bera flest einkenni þjóðernispopúlisma Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2015 12:41 Leiðtogablæti, trúin á sterkan og innblásinn leiðtoga, er eitt þeirra atriða sem skilgreina þjóðernispopúlisma, að sögn Eiríks Bergmanns. visir/vilhelm/gva „Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira