Bestu kylfingar heims ekki sáttir við bandaríska golfsambandið eftir US Open 22. júní 2015 22:45 Ian Poulter var ekki sáttur um helgina. Getty Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira