Porsche framleiðir síðasta 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 14:56 Porsche 918 Spyder í Nürburgring brautinni. Þegar Porsche ákvað að hefja framleiðslu ofurbílsins Porsche 918 Spyder árið 2013 var framleiðslumagn hans ákvarðað við 918 bíla. Sá síðasti í þeirri röð var framleiddur í síðustu viku. Því er ekki lengur hægt að kaupa nýjan þannig bíl og allt eins má búast við að notuð eintök hans verði dýrari en upphaflegt söluverðið. Porsche 918 Spyder er sannkallað orkubúnt með 887 hestafla drifrás þar sem rafmótorar hjálpa öflugri bensínvélinni sem í honum er. Enda tekur það bílinn aðeins 2,8 sekæundur að ná 100 km hraða og hámarkshraði hans 344 km/klst. Þessi bíll á hraðametið á Nürburgring brautinni og er það undir 7 mínútum. Porsche 918 Spyder er einn þriggja tvíorkubíla sem mesta athygli hafa vakið að undanförnu og hafa með því breytt sýn bílaáhugamanna á Plug-In-Hybrid bílum. Fyrir það var Toyota Prius það fyrsta sem fólki datt í hug er það heyrði minnst á Hybrid bíla. Forsvarsmenn Porsche sögðu við þessi tímamót að framleiðsla 918 bílsins hefði lagt línurnar fyrir frakari framleiðslu slíkra bíla hjá fyrirtækinu og þá er bara að bíða eftir enn einu snilldarverkinu frá Porsche og vart verður sá næsti síðri. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Þegar Porsche ákvað að hefja framleiðslu ofurbílsins Porsche 918 Spyder árið 2013 var framleiðslumagn hans ákvarðað við 918 bíla. Sá síðasti í þeirri röð var framleiddur í síðustu viku. Því er ekki lengur hægt að kaupa nýjan þannig bíl og allt eins má búast við að notuð eintök hans verði dýrari en upphaflegt söluverðið. Porsche 918 Spyder er sannkallað orkubúnt með 887 hestafla drifrás þar sem rafmótorar hjálpa öflugri bensínvélinni sem í honum er. Enda tekur það bílinn aðeins 2,8 sekæundur að ná 100 km hraða og hámarkshraði hans 344 km/klst. Þessi bíll á hraðametið á Nürburgring brautinni og er það undir 7 mínútum. Porsche 918 Spyder er einn þriggja tvíorkubíla sem mesta athygli hafa vakið að undanförnu og hafa með því breytt sýn bílaáhugamanna á Plug-In-Hybrid bílum. Fyrir það var Toyota Prius það fyrsta sem fólki datt í hug er það heyrði minnst á Hybrid bíla. Forsvarsmenn Porsche sögðu við þessi tímamót að framleiðsla 918 bílsins hefði lagt línurnar fyrir frakari framleiðslu slíkra bíla hjá fyrirtækinu og þá er bara að bíða eftir enn einu snilldarverkinu frá Porsche og vart verður sá næsti síðri.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent