Golf

Axel fyrstur í úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Mynd/Golfsamband Íslands
Axel Bóasson úr Keili var fyrsti til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri þegar hann vann undanúrslitaviðureign sína við Stefán Már Stefánsson úr GR 4/3.

Axel mætir annaðhvort Benedikt Sveinssyni úr GK eða Theodóri Emil Karlssyni úr GM í úrslitaleiknum sem fer fram eftir hádegi.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Axel vinnu þegar þrjár holur erum eftir en hann hafði betur gegn félaga sínum úr Keili,  Sigurþóri Jónssyni, með sömu tölum í átta manna úrslitunum.

Axel Bóasson er eins og aðrir sem eru eftir í keppninni að reyna að vinna Íslandsmótið í holukeppni í fyrsta sinn.

Hér fyrir neðan má fylgjast með gangi mála á twitter-síðu Golfsambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×