Nýr Nissan Leaf með 200 km drægni í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 14:26 Nissan Leaf Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent
Bandaríska bílatímaritið Automative News greinir frá því að ný kynslóð Nissan Leaf verði kynntur í ágúst og þar fari bíll með 200 km akstursdrægni, þ.e. umtalsvert meiri drægni en í núverandi bíl sem er með um 135 km drægni. Rafhlöður bílsins stækka ekki heldur nær Nissan að kreista meira út úr þeim og þær geta nú geymt 30 kílówattstundir í stað 24 kílówattstunda áður. Blaðamenn Automative News halda því reyndar fram að drægni nýs Leaf verði aldrei meiri en 170-180 kílómetrar, en það ætti hvort sem er að duga flestum til daglegra nota. Sala Nissan Leaf féll um 25% á fyrstu 5 mánuðum ársins í ár í Bandaríkjunum, þó svo salan hafi verið ágæt í Evrópu. Ástæða þessa er það lága bensínverð sem er nú vestanhafs og kaupendur meta því rafmagnsbíla þar minna en Evrópubúar. Nissan hefur nú þegar hafið prófanir á næstu kynslóð Leaf sem á að hafa svo mikla drægni sem 500 kílómetra.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent