Seat með jeppling árið 2017 Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2015 10:25 Svona gæti nýr lítill jepplingur Seat litið út. Seat, sem er í eigu Volkswagen mun koma með lítinn jeppling á markað í fyrsta skipti árið 2017. Er það liður í því að gera Seat fjárhagslega sjálfstætt, en viðvarandi taprekstur hefur verið á fyrirtækinu. Hagnaður af smíði jepplinga er meiri en á smíði þeirra fólksbíla sem Seat framleiðir nú. Ekki er mikið vitað um þennan tilvonandi jeppling, nema þá helst það að hann verður smíðaður á MQB undirvagni hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Seat ætlar ekki að láta staðar numið með þennan eina jeppling heldur stendur til að smíða stærri jeppling sem koma skal á markað árið 2020 og verður hann byggður á tilraunabíl Seat sem sýndur var á bílasýningunni í Genf í mars. Minni jepplingurinn á að keppa við hinn vinsæla Renault Captur og verður því líklega á sambærilegu eða lægra verði og hann. ‚aætlar Seat að fyrirtækið muni selja 43.000 eintök af litla jepplingnum fyrst heila árið sem hann verður í sölu, þ.e. árið 2018. Sala á litlum jepplingum jókst um heil 54% á síðasta ári og heildarsalan 761.000 bílar. Á þennan vagn ætlar Seat að stökkva. Betur og betur gengur með rekstur Seat sem hefur á síðustu árum tapað alls 207 milljörðum króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs varð í fyrsta sinn í langan tíma hagnaður af rekstri Seat í langan tíma og nam hann 5 milljörðum króna. Seat Leon bílinn á stærstan þátt í þessum viðsnúningi. Hann varð á síðasta ári söluhæsti bíll Seat, en Seat Ibize hefur verið það lengi. Leon seldist í 154.000 eintökum, en Ibiza í 150.000 eintökum. Í verksmiðju Seat í Martorell í nágrenni Barcelona voru framleiddir 13,5% fleiri bílar í fyrra en árið á undan. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Seat. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent
Seat, sem er í eigu Volkswagen mun koma með lítinn jeppling á markað í fyrsta skipti árið 2017. Er það liður í því að gera Seat fjárhagslega sjálfstætt, en viðvarandi taprekstur hefur verið á fyrirtækinu. Hagnaður af smíði jepplinga er meiri en á smíði þeirra fólksbíla sem Seat framleiðir nú. Ekki er mikið vitað um þennan tilvonandi jeppling, nema þá helst það að hann verður smíðaður á MQB undirvagni hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Seat ætlar ekki að láta staðar numið með þennan eina jeppling heldur stendur til að smíða stærri jeppling sem koma skal á markað árið 2020 og verður hann byggður á tilraunabíl Seat sem sýndur var á bílasýningunni í Genf í mars. Minni jepplingurinn á að keppa við hinn vinsæla Renault Captur og verður því líklega á sambærilegu eða lægra verði og hann. ‚aætlar Seat að fyrirtækið muni selja 43.000 eintök af litla jepplingnum fyrst heila árið sem hann verður í sölu, þ.e. árið 2018. Sala á litlum jepplingum jókst um heil 54% á síðasta ári og heildarsalan 761.000 bílar. Á þennan vagn ætlar Seat að stökkva. Betur og betur gengur með rekstur Seat sem hefur á síðustu árum tapað alls 207 milljörðum króna. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs varð í fyrsta sinn í langan tíma hagnaður af rekstri Seat í langan tíma og nam hann 5 milljörðum króna. Seat Leon bílinn á stærstan þátt í þessum viðsnúningi. Hann varð á síðasta ári söluhæsti bíll Seat, en Seat Ibize hefur verið það lengi. Leon seldist í 154.000 eintökum, en Ibiza í 150.000 eintökum. Í verksmiðju Seat í Martorell í nágrenni Barcelona voru framleiddir 13,5% fleiri bílar í fyrra en árið á undan. Það eru því bjartir tímar framundan hjá Seat.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent