Góð veiði í Svarfaðardalsá Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2015 11:00 Fallegir fiskar úr Svarfaðardalsá Mynd: SVAK Þeir veiðimenn sem vilja eltast við sjóbleikju ættu að finna veiðisvæði við hæfi hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar. Félagið hefur innan sinna vébanda svæði eins og Svarfaðardalsá, Hörgá, Ólafsfjarðará, Öxnadalsá, Hraun í Laxá og Fjarðará. Árnar eru velflestar frábærar silungsár og gengur sjóbleikja í þær allar ásamt því að þar má finna staðbundin silung og víða nokkurn sjóbirting. Svarfaðardalsá hefur til að mynda gefið góða veiði en samkvæmt fréttum frá SVAK var veiðimaður á ferð í ánni fyrir 2 vikum síðan sem gerði feyknagóða veiði en samtals náði hann 31 fisk, 30 sjóbirtingum og einni bleikju. Besti tíminn í sjóbleikjuna er jafnan frá byrjun júlí og fram í ágúst og getur bleikjan þá jafnan gengið inn í árnar í stórum torfum. Þeir sem vilja skoða framboð veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar geta fundið laus leyfi á síðunni þeirra en hana má finna hér. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Þeir veiðimenn sem vilja eltast við sjóbleikju ættu að finna veiðisvæði við hæfi hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar. Félagið hefur innan sinna vébanda svæði eins og Svarfaðardalsá, Hörgá, Ólafsfjarðará, Öxnadalsá, Hraun í Laxá og Fjarðará. Árnar eru velflestar frábærar silungsár og gengur sjóbleikja í þær allar ásamt því að þar má finna staðbundin silung og víða nokkurn sjóbirting. Svarfaðardalsá hefur til að mynda gefið góða veiði en samkvæmt fréttum frá SVAK var veiðimaður á ferð í ánni fyrir 2 vikum síðan sem gerði feyknagóða veiði en samtals náði hann 31 fisk, 30 sjóbirtingum og einni bleikju. Besti tíminn í sjóbleikjuna er jafnan frá byrjun júlí og fram í ágúst og getur bleikjan þá jafnan gengið inn í árnar í stórum torfum. Þeir sem vilja skoða framboð veiðileyfa hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar geta fundið laus leyfi á síðunni þeirra en hana má finna hér.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði