Golf

McIlroy ekki með á Opna breska

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rory McIlroy tekur því rólega heima fyrir þessa dagana.
Rory McIlroy tekur því rólega heima fyrir þessa dagana. Mynd/Instagram
Rory McIlroy verður ekki með á Opna breska meistaramótinu sem hefst í næstu viku. Hann meiddist á ökkla á mánudag þegar hann var að leika sér í fótbolta með vinum sínum.

McIlroy, sem er 26 ára Norður-Íri, er ríkjandi meistari á Opna breska en hann er með skaddað liðband í ökkla og mun ekki ná sér í tæka tíð.

„Þessi ákvörðun er tekin með framtíðina í hug. Ég vil koma til baka þegar ég er 100 prósent tilbúinn og algjörlega heill heilsu,“ skrifaði McIlroy á Instagram-síðuna sína í dag.

Mótshaldarar hafa lýst yfir vonbrigðum sínum vegna þessa en taka undir að aðalatriðið sé að hann nái fullri heilsu.

McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum en næsta risamót á eftir Opna breska verður PGA-meistaramótið í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. McIlroy á einnig titil að verja þar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×