Taktu þátt í hindrunarhlaupi Rikka skrifar 6. júlí 2015 14:30 visir/jakobinaj Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur. Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjöldinn allur af hlaupakeppnum er í boði núna í sumar og liggur munurinn á milli þeirra aðallega í lengd og staðsetningu. Á miðvikudaginn kemur verður boðið upp á þessa nýbreytni en þá mund Crossfit Reykjavíkur standa fyrir 5 kílómetra hindrunarhlaup í Nauthólsvíkinni. Fjölbreyttar hindranir verða dreifðar víðsvegar um brautina og má þar til dæmis nefna klifurvegg og dekkjahlaup auk þess sem þátttakendur mega einnig búast við því að blotna alveg upp að mitti. Aðrar hindranir eru hernaðarleyndarmál að sögn aðstandenda og því líklegt að það verði mikið fjör í hlaupinu. „Flestir ættu að geta klárað þrautina skammlaust en ef einhver treystir sér ekki til þess þá verður alls staðar hægt að fara framhjá hindrunum,” segir Jakobína Jónsdóttir, ein af skipuleggjendum keppninar. Keppt verður bæði í einstaklings- og liðakeppnum en sú síðarnefnda gengur þannig fyrir sig að hægt er að skrá eins marga til leiks en þeir fjórir úr liðinu sem fyrstir eru í mark telja. „ Svona hindrunarhlaup eru svo vinsæl um allan heim svo við ákváðum að skipuleggja eitt slíkt hér á landi. Eitt svona fyrst og fremst skemmtilegt hlaup þar sem allir geta tekið þátt og haft gaman,” segir Jakobína. Allur ágóðinn af þátttökugjaldi fer til styrktar Team Crossfit sem safna sér nú fyrir keppnisferð á Crossfit leikana í Los Angeles núna í sumar. Allar frekari upplýsingar um hlaupið og miðakaup er að finna á vefsíðu Crossfit Reykjavíkur.
Heilsa Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira