Sterk rök fyrir hækkun hámarkshraða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 13:48 Meira öryggi vegfarenda væri tryggt með hækkun hámarkshraða. Umferðarsérfræðingur hjá University of Texas segir að mikil ástæða sé til þess að hækka hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Helstu ástæður þess telur hann vera þær að vegir séu það góðir, bílar það öruggir og ekki síst sú hætta sem skapast nú af afar misjöfnum ökuhraða, þar sem þeir löghlýðnu aka á hinum lága leyfða ökuhraða og þeirra sem gera sér grein fyrir á hvaða hraða skynsamlegt sé að aka. Þessi misjafni hraði valdi mörgum framúrökstrum og það skapi mikla hættu. Því sé mun hættuminna að sem flestir ökumenn aki á þeim hraða sem vegirnir bjóða uppá, þá fljóti umferðin mun betur. Á þetta hefur verið margsinnis bent á undanförnum árum og mörg umferðarslys verði einmitt vegna þeirra leiðinda sem ökumenn upplifa með of lágum hámarkshraða og því sé athygli þeirra mjög ábótavant. Umferðarsérfræðingurinn bendir á máli sínu til stuðnings að á vegi 130 í Texas, þar sem nýverið sé búið að hækka hámarkshraðann í 85 mílur, gangi umferð mjög vel og fá umferðarslys eigi sér þar stað. Þar aki um einn af hverjum sjö bílum hraðar en hámarkshraðinn og það sé gott viðmið um þann hámarkshraða sem ætti að setja. Ef svo sé ekki, eigi að hækka hámarkshraðann. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent
Umferðarsérfræðingur hjá University of Texas segir að mikil ástæða sé til þess að hækka hámarkshraða á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Helstu ástæður þess telur hann vera þær að vegir séu það góðir, bílar það öruggir og ekki síst sú hætta sem skapast nú af afar misjöfnum ökuhraða, þar sem þeir löghlýðnu aka á hinum lága leyfða ökuhraða og þeirra sem gera sér grein fyrir á hvaða hraða skynsamlegt sé að aka. Þessi misjafni hraði valdi mörgum framúrökstrum og það skapi mikla hættu. Því sé mun hættuminna að sem flestir ökumenn aki á þeim hraða sem vegirnir bjóða uppá, þá fljóti umferðin mun betur. Á þetta hefur verið margsinnis bent á undanförnum árum og mörg umferðarslys verði einmitt vegna þeirra leiðinda sem ökumenn upplifa með of lágum hámarkshraða og því sé athygli þeirra mjög ábótavant. Umferðarsérfræðingurinn bendir á máli sínu til stuðnings að á vegi 130 í Texas, þar sem nýverið sé búið að hækka hámarkshraðann í 85 mílur, gangi umferð mjög vel og fá umferðarslys eigi sér þar stað. Þar aki um einn af hverjum sjö bílum hraðar en hámarkshraðinn og það sé gott viðmið um þann hámarkshraða sem ætti að setja. Ef svo sé ekki, eigi að hækka hámarkshraðann.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent