Nýr forstjóri Honda vill spennandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 13:33 Honda Civic Type R á bílasýningunni í Genf. Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir. Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent
Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir.
Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent