Tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2015 14:08 Hyundai Santa Fe. Í nýliðnum júnímánuði var tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL ehf. Alls seldi fyrirtækið 571 bíl í mánuðinum, 228 til einstaklinga og fyrirtækja og 343 til bílaleiga. Af þeim merkjum sem BL selur er Hyundai vinsælasta merkið hjá bílaleigunum í ár eins og í fyrra. BL heldur áfram stöðu sinni sem stærsta bílaumboð landsins. Fyrstu sex mánuði ársins seldi fyrirtækið 2.116 bíla samtals með bílaleigubílum meðtöldum sem er 22,5% markaðshlutdeild. Hlutur BL á einstaklings og fyrirtækjamarkaði er jafnvel enn meiri því á þeim markaði hefur fyrirtækið 25,4% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins. Sala til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) virðist vera í góðu jafnvægi og vöxturinn með eðlilegum hætti. Salan í ár fyrstu sex mánuðina er nú svipuð og var árið 2002 þegar 4507 bílar voru seldir á fyrri árs helmingi samanborið við 4.798 bíla fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þrátt fyrir að bílasalan í heild fari smám saman vaxandi aftur eftir efnahagshrunið 2008 er skýringuna á því aðallega að leita í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og samfara því vaxandi þörf bílaleiga fyrir fleiri bíla. Alls voru skráðir 1790 bílar til bílaleiganna í júnímánuði sem er 31% aukning frá sama tímabili 2014 og er það í takt við stöðugt vaxandi straum ferðamanna til landsins. Á heildarmarkaði fólks- og sendibíla fyrstu sex mánuði ársins jókst sala bílaumboðanna um 38% samanborið við sama tímabil 2014. Vöxtur í hlutdeild BL er þó meiri en sem þessu nemur, eða 53% fyrstu sex mánuðina miðað við sama tímabil 2014. Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent
Í nýliðnum júnímánuði var tvö þúsundasti bíllinn á árinu afhentur hjá BL ehf. Alls seldi fyrirtækið 571 bíl í mánuðinum, 228 til einstaklinga og fyrirtækja og 343 til bílaleiga. Af þeim merkjum sem BL selur er Hyundai vinsælasta merkið hjá bílaleigunum í ár eins og í fyrra. BL heldur áfram stöðu sinni sem stærsta bílaumboð landsins. Fyrstu sex mánuði ársins seldi fyrirtækið 2.116 bíla samtals með bílaleigubílum meðtöldum sem er 22,5% markaðshlutdeild. Hlutur BL á einstaklings og fyrirtækjamarkaði er jafnvel enn meiri því á þeim markaði hefur fyrirtækið 25,4% hlutdeild fyrstu sex mánuði ársins. Sala til einstaklinga og fyrirtækja (án bílaleiga) virðist vera í góðu jafnvægi og vöxturinn með eðlilegum hætti. Salan í ár fyrstu sex mánuðina er nú svipuð og var árið 2002 þegar 4507 bílar voru seldir á fyrri árs helmingi samanborið við 4.798 bíla fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þrátt fyrir að bílasalan í heild fari smám saman vaxandi aftur eftir efnahagshrunið 2008 er skýringuna á því aðallega að leita í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna til landsins og samfara því vaxandi þörf bílaleiga fyrir fleiri bíla. Alls voru skráðir 1790 bílar til bílaleiganna í júnímánuði sem er 31% aukning frá sama tímabili 2014 og er það í takt við stöðugt vaxandi straum ferðamanna til landsins. Á heildarmarkaði fólks- og sendibíla fyrstu sex mánuði ársins jókst sala bílaumboðanna um 38% samanborið við sama tímabil 2014. Vöxtur í hlutdeild BL er þó meiri en sem þessu nemur, eða 53% fyrstu sex mánuðina miðað við sama tímabil 2014.
Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent