Eldhúsdagsumræður: „Hvenær ætlar ríka fólkið að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla?“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 20:16 Helgi Hjörvar var fyrstur mælenda á Alþingi í kvöld. Vísir/Valli „Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“ Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
„Hér sitjum við á sumri eftir margra mánaða tilgangslausar deilur.“ Þetta sagði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sem hóf eldhúsdagsumræður á Alþingi nú í kvöld. Í ræðu sinni margt hafa minnt á árið 2007 í þingstörfum ársins. Hann þakkar fólkinu og fyrirtækjum í landinu árangur í að koma þjóðarskútunni aftur á góða siglingu en telur stjórnmálastarfi á Alþingi orðið ansi lélegt. „Við þurfum að gera róttækar breytingar til bóta meðal annars tryggja rétt minnihluta og þjóðarinnar til þjóðaratkvæðagreiðslu.“ sagði Helgi. Hann vill taka úr sambandi þá orðræðu stjórnmálamanna að telja sig alltaf hafa rétt fyrir sér og vilja eigna sér árangur á öllu og engu. „Afneitun á stjórnunarvandanum verður til þess að við gerum ekki nauðsynlegar breytingar til þess að sagan endurtaki sig ekki.“Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar um ójöfnuð mjög 2007 Helgi sagði pólitísk afskipti á stjórnun fjármálafyrirtækja, þá staðreynd að Seðlabankinn hækkar vexti á meðan afnahagsráðherra lofar skattalækkunum, sölu banka í samstarfi við þrotabúin án útboðs og frændhygli minna um margt á störf Alþingis árið 2007. „Við þurfum gagnsæi og reglur,“ sagði Helgi. „Mest 2007 er þó stefnan um ójöfnuð. Þetta þing hófst á því að hækka matarskatt á almenning en lýkur því með því að lækka veiðigjöld á útgerðina. Það sem hefði getað orðið sjálfsögð og sanngjörn leiðrétting varð að ójöfnuði með því að námsmenn og leigjendur voru skilin út undan.“ Hann bætti því svo við að 1,5 milljarðar hefðu runnið til auðmanna líkt og fram kom í skýrslu fjármálaráðherra í vikunni.Lýðræði inn og freka karlinn út „Allir þeir sem færðu fórnir eiga tilgang til batans. Hvenær ætlar ríka fólki að skilja það að jöfnuður er bestur fyrir alla? Það er einfaldlega best að búa í löndum þar sem frelsi og jöfnuður ríkja.“ Hann hvatti til þess að „freki karlinn“ í stjórnmálum yrði stöðvaður og lýðræðið haft í hávegum. „Með almannahagsmuni ofar sérhagsmunum getum við tryggt öllum mannréttindi og tækifæri. Með því að breyta markaðnum úr vondum herra í góðan þjón þá getum við aukið samkeppni, jafnræði og bætt kjörin. Við getum skapað unga fólkinu tryggt húsnæði, mannsæmandi lífskjör, menntun og heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálabarátta almennings hefur skapað gríðarlegar framfarir um allan heim og gert hann að betri stað til að búa í.“
Alþingi Tengdar fréttir #eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
#eldhusdagur: Fylgstu með umræðunum í beinni Alþingi lýkur störfum í kvöld en eldhúsdagsumræðurnar svokölluðu hefjast klukkan 19.50. 1. júlí 2015 19:30