Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 09:28 Engin götulýsing er víða í Kópavogsbæ. Vísir/Vilhelm Bilun er í götulýsingu víða í Kópavogi og hefur verið frá því fyrir helgi. Unnið er að lagfæringu en vatn komst í rafstreng sem liggur nærri bilun. Búið er að koma umferðarljósum í gang sem einnig biluðu í morgun. Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024. Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Bilun í jarðstreng veldur ljósleysi á götuljósum í kringum Sundlaug Kópavogs, nánar tiltekið á Borgarholtsbraut og Urðarbraut. Í svari frá bænum varðandi bilunina segir að þar sé gamall jarðstrengur og að líklega hafi komist bleyta í hann með þeim afleiðingum að rafmagn sló út. Ljósleysið nær frá Bókasafni Kópavogs og niður að gatnamótum Borgarholtsbrautum og Urðarbrautar. „Unnið er að því að staðsetja bilunina og viðgerð verður framkvæmd þegar staðsetning hennar er fundin. Einnig er bilun í jarðstreng á gatnamótum Dalvegar og Digranesvegar sem veldur rafmagnsleysi á götuljósum þar. Þar er unnið að staðsetningu og viðgerð í kjölfarið,“ segir í svari frá bænum um bilunina. Erfitt fyrir börn á leið í skóla Bilunin hefur verið rædd þó nokkuð í hverfishópnum Kársnesið okkar á Facebook segir að götulýsingin hafi verið biluð á Borgarholtsbraut í morgun. Auk þess hafi umferðarljós dottið út í morgun og því hafi það reynst börnum erfitt að komast yfir götuna í morgun á leið í skólann. „Það voru hrædd og ringluð börn sem reyndu að fara yfir gatnamót Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í morgun, það var ekki nóg með að slökkt væri á ljósastaurunum, umferðarljósin voru líka biluð. Ég hringdi í lögguna til að biðja um aðstoð,“ segir ein kona í hópnum og önnur að lögreglan hafi komið á vettvang. „Það er verið að vinna í þessu. Það eru tvö teymi að reyna að finna út úr þeim bilunum sem eru í gangi í augnablikinu. Sem eru óvenju margar og á óvenju mörgum stöðum í augnablikinu,“ sagði Gestur Valdimar Bjarnason verkefnastjóri götulýsingar í samtali við fréttastofu í morgun. Ljóslaust frá bókasafni að sundlaug Þar lýsa fleiri því að hafa tilkynnt ljósleysið til bæjarins en fyrsta umræða um málið er á föstudag. Í gær kemur fram í umræðu að ljóslaust hafi verið frá bókasafni og að sundlaug. Þá segir annar að einnig hafi verið ljóslaust í Smáranum og því virðist það ekki einskorðast við Kársnesið. Fram kemur í umræðunum að einhverjir sem hafi tilkynnt málið hafi verið bent á fyrirtækið Rafal sem sjái um lýsingu í bænum. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er teymi frá þeim að vinna að lagfæringu. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu eða myndir á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um uppruna bilunarinnar. Uppfærð klukkan 11:26 þann 11.11.2024.
Kópavogur Umferðaröryggi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira