Íslenskur spunahópur hitaði upp fyrir Amy Poehler Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 14:54 Spéhræðsla plagar ekki spunahópinn The Entire Population of Iceland. Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikhópurinn The Entire Population of Iceland frá Improv Ísland er nýkominn úr leikferð til New York þar sem þau sýndu á Del Close spuna-maraþoninu. Á maraþoninu voru sýndar sýningar í 9 leikhúsum í NY í 72 klukkutíma samfleytt. Hópurinn vakti mikla athygli með sýningunni sinni The Improvised Saga, þar sem þau spunnu meðal annars kór-lag í fimmundarsöng. Sýningin þeirra var á besta stað í dagskrá maraþonsins, í aðal-leikhúsinu og þurftu áhorfendur að bíða í nokkra klukkutíma til að komast inn. Eftir sýninguna voru íslensku spunaleikararnir margoft stoppaðir út á götum NY-borgar af fólki sem hafði setið í troðfullum salnum.Mikill áhugi var á sýningunum í New York.Meðal þeirra sem sýndu beint á eftir hópnum á hátíðinni voru Amy Poehler (einn stofnandi UCB), Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Hópurinn notaði tækifærið og fékk nokkra af færustu spunaleikurum NY til að þjálfa sig á meðan á dvölinni úti stóð og stefna á að flytja inn marga af þeim til Íslands á næstu misserum. Flestir úr hópnum eru nú komnir heim til Íslands eftir viðburðaríka viku, en spunaleikkonurnar Blær og Steiney (sem eru einnig meðlimir Reykjavíkurdætra) eru ennþá í NY þar sem þeim hefur verið boðið að taka þátt í Hip Hop spunasýningu UCB-leikhússins þar sem margir af þekktustu röppurum Bandaríkjanna, eins og RZA úr Wu Tang Clan, hafa komið fram. Það verður ekki í fyrsta sinn sem þær rappa á sviði NY en þeim var boðið að koma fram á tónleikum með eiganda hins sögufræga grín-klúbbs Comedy Cellar í síðustu viku. Improv Ísland verður með maraþon-sýningu á menningarnótt í ágúst og vikuleg fjölbreytt spuna-grínkvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í febrúar á næsta ári.Hér má sjá The Entire Population of Iceland í miðjum klíðum.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira