Sala Hyundai fellur þriðja mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 13:08 Hyundai i30. Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent
Hátt gengi hins S-kóreska wons gerir nú Hyundai lífið leitt. Það hefur verið á sífelldri uppleið síðustu misseri og veldur því að S-kóreskum bílaframleiðendum reynist sífellt erfiðara að selja bíla sína erlendis, þrátt fyrir viðurkennd gæði þeirra. Síðustu þrjá mánuði hefur sala Hyundai verið minni en sömu mánuði í fyrra. Í maí seldi Hyundai 1,2% færri bíla en í sama mánuði 2014, salan erlendis var 2,2% lægri, en salan heimafyrir 4,8% meiri. Hyundai er afar stór framleiðandi bíla á heimsvísu og sést það best á því að þrátt fyrir minnkandi sölu í maí nam hún í heild 408.026 bílum og er þá sala Kia, sem er í eigu Hyundai, talin með. Þessi mikla sala fyrirtækjanna beggja gerir þau að fimmta stærsta bílaframleiðanda heims á eftir Toyota, Volkswagen, General Motors og Ford. Viðbrögð Hyundai við minnkandi sölu er samdráttur í framleiðslu, aðgerðir til lækkunar kostnaðar og meiri áhersla á framleiðslu jepplinga, en svo virðist sem heimsbyggðin fái ekki nóg af þeim um þessar mundir.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent