Þrír í forystu fyrir lokahringinn á Opna breska 19. júlí 2015 19:01 Áhugamaðurinn Paul Dunne hefur spilað heimsklassa golf á St. Andrews. Getty Það stefnir allt í einn mest spennandi lokahring á Opna breska meistaramótinu í langan tíma á morgun en eftir 54 holur á St. Andrews eru 26 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta sætinu. Þrír deila efsta sætinu á 12 höggum undir pari en það eru þeir Louis Oosthuizen, Jason Day og áhugamaðurinn Paul Dunne. Dunne er aðeins 22 ára gamall og hefur spilað frábært golf hingað til en hann freistar þess að verða fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra á Opna breska meistaramótinu síðan árið 1930.Jordan Spieth er einn í fjórða sæti, höggi á eftir efstu mönnum á 11 höggum undir pari en hann gæti líka komið sér í sögubækurnar með sigri á morgun og orðið fyrsti kylfingurinn síðan árið 1953 til þess að vinna fyrstu þrjú risamót ársins. Reynsluboltinn Padraig Harrington kemur einn í fimmta sæti á tíu höggum undir pari en margir eru jafnir á níu undir, meðal annars Adam Scott, Justin Rose og Sergio Garcia. Lokahringurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni en stöðuna í mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það stefnir allt í einn mest spennandi lokahring á Opna breska meistaramótinu í langan tíma á morgun en eftir 54 holur á St. Andrews eru 26 kylfingar á innan við fimm höggum frá efsta sætinu. Þrír deila efsta sætinu á 12 höggum undir pari en það eru þeir Louis Oosthuizen, Jason Day og áhugamaðurinn Paul Dunne. Dunne er aðeins 22 ára gamall og hefur spilað frábært golf hingað til en hann freistar þess að verða fyrsti áhugamaðurinn til þess að sigra á Opna breska meistaramótinu síðan árið 1930.Jordan Spieth er einn í fjórða sæti, höggi á eftir efstu mönnum á 11 höggum undir pari en hann gæti líka komið sér í sögubækurnar með sigri á morgun og orðið fyrsti kylfingurinn síðan árið 1953 til þess að vinna fyrstu þrjú risamót ársins. Reynsluboltinn Padraig Harrington kemur einn í fimmta sæti á tíu höggum undir pari en margir eru jafnir á níu undir, meðal annars Adam Scott, Justin Rose og Sergio Garcia. Lokahringurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni en stöðuna í mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira