Brynjudalsá komin í 50 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2015 12:00 Tekist á við lax í Bárðarfossi í Brynjudalsá Mynd: www.hreggnasi.is Brynjudalsá hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem eru að byrja í laxveiði enda áin stutt og aðgengileg. Það sem hefur dregið veiðimenn að ánni er að hún er frekar stutt og auðveidd. Auðvelt er að veiða hana á einhendu fyrir t.d. línur 6-8# og veiðistaðirnir eru auðveldir og yfirleitt vel setnir af laxi. Þessu til viðbótar gengur mikið af sjóbirting í ánna en hann fer mjög hratt í gegnum bæði Bárðarfoss og Efri Foss uppá efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg að veiða á flugu. Brynjudalsá er í sumar eingöngu veidd á flugu en áður var mikið veitt á maðk í henni en efra svæðið ofan Efri Foss hefur þó alltaf verið eingöngu veitt á flugu. Sumir veiðimenn sem hafa veitt hana mikið höfðu orð á að þetta myndi draga úr veiði en þær áhyggjur hafa alveg verið að óþörfu því veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og hafa til þessa veiðst 50 laxar og áin á allt besta tímabilið eftir. Hún er þekkt sem síðsumarsá í göngurnar í hana geta staðið yfir alveg fram í september en algengt er að fá lúsuga laxa í henni seint á veiðitímabilinu. Nýtt veiðihús var tekið í gagnið nýlega svo það fer einkar vel um veiðimenn við hana í dag. Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði
Brynjudalsá hefur lengi verið vinsæl hjá veiðimönnum sem eru að byrja í laxveiði enda áin stutt og aðgengileg. Það sem hefur dregið veiðimenn að ánni er að hún er frekar stutt og auðveidd. Auðvelt er að veiða hana á einhendu fyrir t.d. línur 6-8# og veiðistaðirnir eru auðveldir og yfirleitt vel setnir af laxi. Þessu til viðbótar gengur mikið af sjóbirting í ánna en hann fer mjög hratt í gegnum bæði Bárðarfoss og Efri Foss uppá efri svæðin sem eru sérstaklega skemmtileg að veiða á flugu. Brynjudalsá er í sumar eingöngu veidd á flugu en áður var mikið veitt á maðk í henni en efra svæðið ofan Efri Foss hefur þó alltaf verið eingöngu veitt á flugu. Sumir veiðimenn sem hafa veitt hana mikið höfðu orð á að þetta myndi draga úr veiði en þær áhyggjur hafa alveg verið að óþörfu því veiðin það sem af er sumri hefur verið mjög góð og hafa til þessa veiðst 50 laxar og áin á allt besta tímabilið eftir. Hún er þekkt sem síðsumarsá í göngurnar í hana geta staðið yfir alveg fram í september en algengt er að fá lúsuga laxa í henni seint á veiðitímabilinu. Nýtt veiðihús var tekið í gagnið nýlega svo það fer einkar vel um veiðimenn við hana í dag.
Mest lesið Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Hvað er það sem togar erlenda veiðimenn til Íslands Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði