Heimspeki er lífsstíll Jón Gnarr skrifar 18. júlí 2015 11:49 Ég hef lengi verið unnandi góðrar heimspeki. Sem ungur maður varð ég fyrir miklum áhrifum frá Taóisma í gegnum Bókina um veginn eftir Lao tse. Ég held að engin bók hafi haft jafnmikil áhrif á mig, líf mitt og karakter og hún. Og einsog með svo margar bækur þá liggur sá galdur ekki bara í orðanna hljóðan heldur frekar í einhverri dularfullri og ljóðrænni tilfinningu, sem lesandinn tengir við handan textans. Og ég held að það sé þessi tilfinning sem knýr mig til að lesa. Ég er að leita að þessu sífellt þegar ég les. Ég hef tekið syrpur í lestri í gegnum árin. Sem krakki las ég Þórberg. Ég var heillaður af Ofvitanum og las því allt hitt. Þegar ég var ungur fannst mér ég þurfa að lesa allar hinar svokölluðu heimsbókmenntir. Þá staulaðist ég í gegnum Tolstoy og Dostojefskí. Svo einsog margir Íslendingar las ég helstu rit Halldórs Laxness. Ég tók nokkur ár í að lesa það sem ungir menn þurftu að lesa til að geta talist hipp og kúl og vel lesnir. Það voru mikið bækur eftir drykkfellda Ameríkana og Evrópska tilvistarkrypplinga. Svo kom suður Ameríska tímabilið. Þá las ég allt sem ég fann eftir Gabríel García Marques, Isabellu Alliende, Miguel Asturias og fleiri. Inná milli slæddust svo ýmsir Enskir og Skandínavískir höfundar. Oft var þetta ekki með ráðum gert heldur slysaðist ég óvart inná einhverja braut vegna einhverra utanaðkomandi áhrifa. Vinir mínir voru ötulir við að gauka að mér bókum “sem ég yrði að lesa” og stundum las ég bara það sem hendi var næst. Mér hefur jafnvel oft fundist bækurnar frekar velja mig en ég þær, eins skrítið og það kann að hljóma. Framan af las ég aðallega skáldsögur. Ég tók syrpu í ljóðabókum og las líka fjöldann allan af leikritum. Ég helti mér líka útí lestur sjálfshjálparbóka á tímabili. Það var einhver tíska hér á landi og það gerðist einmitt á krítískum tíma í mínu eigin lífi. Það leiddi mig svo útí lestur allskonar andlegra fræða og trúarbragða og varð seinna til þess að ég ákvað að gerast kristinn og las þá Biblíuna, Tómas Kempis og Thomas Merton og allt annað sem ég náði mér í. Svo kom hjá mér langt reifaratímabil. Þá grúfði ég mig yfir James Ellroy, Dashiell Hammett, Sjöwall og Wahlöö, P.D. James og fleiri.Minna Móse, meira Spinósa Framanaf ævinni var bókaúrvalið nokkuð bundið af þýðingum, ég las helst það sem kom út á íslensku en með batnandi enskukunnáttu fór ég að lesa fleiri bækur á ensku. Síðustu tíu árin hef ég aðallega lesið enskar bækur. Ég hef aðallega lesið fræðibækur um vísindi og heimspeki. Eftir að ég byrjaði að lesa heimspeki þá varð ég soldið hissa á sjálfum mér að hafa ekki byrjað á þessu fyrr. Ég held að ástæðan fyrir því, hve fá heimspekirit hefur rekið á fjörur mínar, sé fyrst og fremst skortur á framboði. Það hefur merkilega lítið verið þýtt og það sem til er reynist oft erfitt að nálgast. Hlutur heimspeki er grátlega lítill í almennri uppfræðslu ungmenna. Það eru fáar bækur um heimspeki fyrir börn og unglinga og það litla sem hefur komið út er yfirleitt ófáanlegt. Á meðan er offramboð af kristilegum bókmenntum fyrir sama aldurshóp og er það aðallega Íslenska ríkið sem stendur fyrir þeirri útgáfu. Ólíkt heimspeki þá er kristin trú ekki mikið að velta fyrir sér hugleiðingum um raunveruleikann og eðli tilverunnar heldur meira að fullyrða og alhæfa um hluti sem enginn veit með vissu. Það væri vel hægt að gefa út barnabók með titlinum Guð er til og hann elskar þig. En það er ólíklegt að bókin “Guð er ekki til og ef hann er til þá er hann ekkert að pæla í þér” verði gefin út á næstunni.Wittgenstein var á undan Jesú til Íslands Lestur heimspeki og umræður um hana virðist því miður bundin við ákveðnar kreðsur. Það er ólíklegt að heimspekirit reki á fjörur ungs fólks nema það skrái sig sérstaklega í einhvern kúrs eða beinlínis læri heimspeki. Mér finnst það ömurlegt. Ég vildi óska að ég hefði uppgötvað Friedrich Nietzsche þegar ég var yngri. Mér finnst að allir Íslendingar sem vilja telja sig hipp og kúl og vel lesna eigi að þekkja Bertrand Russell og Saga vestrænnar heimspeki ætti að vera í skinnbandi á hverju heimili. Okkur vantar hreinlega meira af heimspeki í allt samfélagið. Það mundi bæta mjög mikið hér. Ég held að ástæðan fyrir því hvað við Íslendingar eigum mikið af stórkostlegum rithöfundum en fáa og jafnvel enga frambærilega heimspekinga, sé kannski sú að það hafi kannski aldrei verið nein sérstök stemning fyrir raunveruleikanum hér á landi. Jesú kom aldrei til Íslands og sýndi þessu landi engan áhuga. En Ludvig Wittgenstein var hér! Ég legg því til að það verði gert þjóðarátak í meðvitund og uppfræðslu heimspeki á Íslandi. Heimspeki sem lífsstíl! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Ég hef lengi verið unnandi góðrar heimspeki. Sem ungur maður varð ég fyrir miklum áhrifum frá Taóisma í gegnum Bókina um veginn eftir Lao tse. Ég held að engin bók hafi haft jafnmikil áhrif á mig, líf mitt og karakter og hún. Og einsog með svo margar bækur þá liggur sá galdur ekki bara í orðanna hljóðan heldur frekar í einhverri dularfullri og ljóðrænni tilfinningu, sem lesandinn tengir við handan textans. Og ég held að það sé þessi tilfinning sem knýr mig til að lesa. Ég er að leita að þessu sífellt þegar ég les. Ég hef tekið syrpur í lestri í gegnum árin. Sem krakki las ég Þórberg. Ég var heillaður af Ofvitanum og las því allt hitt. Þegar ég var ungur fannst mér ég þurfa að lesa allar hinar svokölluðu heimsbókmenntir. Þá staulaðist ég í gegnum Tolstoy og Dostojefskí. Svo einsog margir Íslendingar las ég helstu rit Halldórs Laxness. Ég tók nokkur ár í að lesa það sem ungir menn þurftu að lesa til að geta talist hipp og kúl og vel lesnir. Það voru mikið bækur eftir drykkfellda Ameríkana og Evrópska tilvistarkrypplinga. Svo kom suður Ameríska tímabilið. Þá las ég allt sem ég fann eftir Gabríel García Marques, Isabellu Alliende, Miguel Asturias og fleiri. Inná milli slæddust svo ýmsir Enskir og Skandínavískir höfundar. Oft var þetta ekki með ráðum gert heldur slysaðist ég óvart inná einhverja braut vegna einhverra utanaðkomandi áhrifa. Vinir mínir voru ötulir við að gauka að mér bókum “sem ég yrði að lesa” og stundum las ég bara það sem hendi var næst. Mér hefur jafnvel oft fundist bækurnar frekar velja mig en ég þær, eins skrítið og það kann að hljóma. Framan af las ég aðallega skáldsögur. Ég tók syrpu í ljóðabókum og las líka fjöldann allan af leikritum. Ég helti mér líka útí lestur sjálfshjálparbóka á tímabili. Það var einhver tíska hér á landi og það gerðist einmitt á krítískum tíma í mínu eigin lífi. Það leiddi mig svo útí lestur allskonar andlegra fræða og trúarbragða og varð seinna til þess að ég ákvað að gerast kristinn og las þá Biblíuna, Tómas Kempis og Thomas Merton og allt annað sem ég náði mér í. Svo kom hjá mér langt reifaratímabil. Þá grúfði ég mig yfir James Ellroy, Dashiell Hammett, Sjöwall og Wahlöö, P.D. James og fleiri.Minna Móse, meira Spinósa Framanaf ævinni var bókaúrvalið nokkuð bundið af þýðingum, ég las helst það sem kom út á íslensku en með batnandi enskukunnáttu fór ég að lesa fleiri bækur á ensku. Síðustu tíu árin hef ég aðallega lesið enskar bækur. Ég hef aðallega lesið fræðibækur um vísindi og heimspeki. Eftir að ég byrjaði að lesa heimspeki þá varð ég soldið hissa á sjálfum mér að hafa ekki byrjað á þessu fyrr. Ég held að ástæðan fyrir því, hve fá heimspekirit hefur rekið á fjörur mínar, sé fyrst og fremst skortur á framboði. Það hefur merkilega lítið verið þýtt og það sem til er reynist oft erfitt að nálgast. Hlutur heimspeki er grátlega lítill í almennri uppfræðslu ungmenna. Það eru fáar bækur um heimspeki fyrir börn og unglinga og það litla sem hefur komið út er yfirleitt ófáanlegt. Á meðan er offramboð af kristilegum bókmenntum fyrir sama aldurshóp og er það aðallega Íslenska ríkið sem stendur fyrir þeirri útgáfu. Ólíkt heimspeki þá er kristin trú ekki mikið að velta fyrir sér hugleiðingum um raunveruleikann og eðli tilverunnar heldur meira að fullyrða og alhæfa um hluti sem enginn veit með vissu. Það væri vel hægt að gefa út barnabók með titlinum Guð er til og hann elskar þig. En það er ólíklegt að bókin “Guð er ekki til og ef hann er til þá er hann ekkert að pæla í þér” verði gefin út á næstunni.Wittgenstein var á undan Jesú til Íslands Lestur heimspeki og umræður um hana virðist því miður bundin við ákveðnar kreðsur. Það er ólíklegt að heimspekirit reki á fjörur ungs fólks nema það skrái sig sérstaklega í einhvern kúrs eða beinlínis læri heimspeki. Mér finnst það ömurlegt. Ég vildi óska að ég hefði uppgötvað Friedrich Nietzsche þegar ég var yngri. Mér finnst að allir Íslendingar sem vilja telja sig hipp og kúl og vel lesna eigi að þekkja Bertrand Russell og Saga vestrænnar heimspeki ætti að vera í skinnbandi á hverju heimili. Okkur vantar hreinlega meira af heimspeki í allt samfélagið. Það mundi bæta mjög mikið hér. Ég held að ástæðan fyrir því hvað við Íslendingar eigum mikið af stórkostlegum rithöfundum en fáa og jafnvel enga frambærilega heimspekinga, sé kannski sú að það hafi kannski aldrei verið nein sérstök stemning fyrir raunveruleikanum hér á landi. Jesú kom aldrei til Íslands og sýndi þessu landi engan áhuga. En Ludvig Wittgenstein var hér! Ég legg því til að það verði gert þjóðarátak í meðvitund og uppfræðslu heimspeki á Íslandi. Heimspeki sem lífsstíl!
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun